Vertu memm

Veitingarýni

Arnarstapi Center er verðugur staður til að stoppa á – Myndir

Birting:

þann

Arnarstapi Center

Baldvina Jónsdóttir og Hafsteinn Sævarsson

Sumarið er tíminn og á því leikur ekki nokkur vafi og þess verður vel að njóta svo að ég skellti mér vestur á Arnastapa um daginn, en þangað hafði mér verið boðið í heimsókn og slíkt læt ég ekki segja mér mörgu sinnum, enda ekki langt að fara.

Ég hafði lengi látið mig dreyma um að fara Snæfellsneshringinn því þetta er í mínum huga hálfgerður sælkerahringur, en ekkert hefur orðið af því enn. En nú var tími til að byrja því ég hafði heimboð og nú var lag.

Það skal viðurkennast að veðrið hefði geta verið betra en ég er löngu hættur að velta slíku fyrir mér, allt veður hefur sinn sjarma. Mig hlakkaði til að sjá hvað þau höfðu upp á að bjóða þarna fyrir vestan.

Gistingin

Það er ekki lengi verið að renna út á Arnastapa aðeins um tvo til þrjá tíma um fallegar sveitir.

Ég hafði lesið mér vel til á netinu en á Arnarstapa Center er boðið upp á nokkra mismunandi gistimöguleika. Hægt er að velja gistingu með sérbaði á hótel Arnarstapa en þar eru í boði 36 frábær herbergi eða fjölskylduíbúðirnar sem hýsa 5 manns hver. Vinsælu smáhýsin sem eru 13 henta vel fyrir þá sem vilja aðeins meira næði. Svo er gistiheimili þarna líka sem er góður kostur fyrir þá sem vilja ódýrari gistingu með sameiginlegri aðstöðu.

Fyrir stórfjölskylduna þá er boðið uppá uppá nýju fjölskylduhúsið Fell sem er kjörið fyrir vinahópinn. Síðast en ekki síst þá er tjaldstæðið sem er nýuppgerð og smellpassar fyrir fellhýsi, hjólhýsi og tjöld.

Ég kom á miðjum degi og það var hlýlegt tekið á móti mér í móttökunni en móttakan er einnig veitingastaðurinn og miðstöð svæðisins. Þetta er glæsileg aðstaða, stór, björt og þrifaleg og það er notalegt „væb“ þar í loftinu eins og vinkona mín sagði stundum þegar hún kom á nýja og þægilega staði.

Ég hafði verið í sambandi við staðarhaldarann á Arnarstapa, Hafstein Sævarsson en hann rekur Arnastapi ásamt konu sinni Baldvinu Jónsdóttir við góðan orðstír.

Ég hef þekkt Hafstein lengi en hann er bæði lærður sem viðskiptafræðingur og framreiðslumaður frá  Hótel Sögu og veit því nokkuð vel hvað hann er að takast á við.  Baldvinu hef ég þekkt lengur en hún sjálf man eftir.

Það var gaman að hitta þau hjónin og það að þau hafi haft tíma spjalla aðeins og taka á móti mér en ég veit að það hefur verið vitlaust að gera hjá þeim. Eins og Hafsteinn sagði:

„hér er unnið allan sólarhringinn og það hefur tekið sinn tíma að koma hlutunum í röð og reglu en núna er þetta farið að ganga mjög vel“.

Þau tjáðu mér að það hafi verið vitlaust að gera frá því að ferðahömlunum var aflétt og sumarið líti vel út.

„Því hér erum við að bjóða frábæra og fjölbreytta gistingu ásamt fyrsta flokks þjónustu,  héðan fer fólk bara ánægt.“

Veitingastaðurinn Snjófell

Arnarstapi Center

„Til viðbótar bjóðum við síðan upp á góðan, ferskan og heimalagaðan mat, kjötið er úr héraði, fiskurinn kemur spriklandi ferskur af markaði daglega og pizzurnar gerum við hérna á bakvið frá grunni eins og enginn sé morgundagurinn“ hélt hann áfram. „Fólk elskar matinn hjá okkur“.

Þó að matseðillinn sé ekki langur, þá er á honum eitthvað fyrir flesta en að minnsta kosti nægjanleg tilbreyting þannig að strákarnir í eldhúsinu hafa meira en nóg að gera alla dag og við höfum ánægða matargesti. Verðið er síðan eitthvað sem við stillum þannig upp, að þú hafi það ekki á tilfinningunni að þú hafir verið rændur“

sagði hann og brosti.

Arnarstapi Center

Það gat ég sjálfur vel tekið undir verandi nýlega kominn úr ferð utan af landi að þá fannst mér sumir matseðlar vera farnir að vera ansi hátt verðlagðir. Ekki óalgengt að sjá verð bleikjuflökum vera kominn hátt í 5000 krónu og eitt sinn spurði ég eigandann hvernig því sætti að verði væri svona hátt að þá var bara lyft hann öxlum og sagt það það væru allir aðrir að gera þetta.

Arnarstapi Center

Arnarstapi Center

Arnarstapi Center

En hvað um það en hér var maturinn góður og það sama má segja um gistinguna, herbergi sem ég fékk var einu orði frábært. Passlega hljóðlátt, svalt, nokkrar sjónvarpsrásir til að velja á milli, frábær sturta og baðherbergi ásamt þægilegu aðgengi.

Síðan má geta þess að það kemur oft fyrir að ýmis matartilboð séu í gangi á veitingastaðnum var hvíslað að mér en hvað veit ég.

Ég stoppa hér en ég mæli með því við alla að taka sér hring um Snæfellsnesið og þá er Arnarstapi Center verðugur staður til að stoppa á ef ekki til að gista þá til að snæða góðan mat á Snjófelli.

Lifið heil

Ólafur Sveinn er menntaður sem matreiðslumeistari og rekstrarfræðingur af matvælasviði frá Göteborg Universitet. Í dag starfar Ólafur hjá HSS í Reykjanesbæ og hefur skrifað lengi um veitingastaði ásamt ljósmyndun fyrir veitingastaði og hótel. Hægt er að hafa samband við Ólaf á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið