Vertu memm

Ágúst Valves Jóhannesson

Apótek á lista með bestu veitingastöðum Norðurlanda

Birting:

þann

Apotek Restaurant

3. sæti
Apótek restaurant er númer þrjú á lista yfir þá veitingastaði sem bera fram fallegasta nordic mat sem borinn er fram á veitingastöðum á Norðurlöndunum.
Mynd: Apotek Restaurant

Apótek restaurant er númer þrjú á lista yfir þá veitingastaði sem bera fram fallegasta nordic mat sem borinn er fram á veitingastöðum á Norðurlöndunum.  Nágrannar sendiráðs Íslands og Færeyinga í Kaupmannahöfn, Noma, eru fyrstir á lista buzzfeed.com yfir þessa veitingastaði og Meyers spisehus í Lyngby er í því öðru en Danskir veitingastaðir eiga tíu veitingastaði af sautján á þessum lista.

Veitingastaðurinn Noma í Danmörku

Noma, eru fyrstir á lista buzzfeed.com en Danskir veitingastaðir eiga tíu veitingastaði af sautján á þessum lista.
Mynd: noma.dk

Apotek Restaurant

Apotek Restaurant teymið.
F.v. Daníel Cochran Jónsson, Theodór Dreki Árnasson, Axel Þorsteinsson, Carlos Horacio Gimenez og Hafsteinn Ólafsson.
Mynd: Apotek Restaurant

Það sem helst vekur athygli er að Íslenskur veitingastaður á sinn sess á þessum lista en það er Apótek sem er til húss í Austurstræti sem opnaði í byrjun árs og er í stjórn þeirra Carlos Gimenez og Theódórs ,,Dreka“ Árnasonar sem hafa með sér mikla fagmenn í eldhúsinu.

Á listanum eru margir af bestu veitingastöðum Norðurlanda en þar má nefna Geranium í Kaupmannahöfn, Maaemo í Osló og Rekae sem staðsettur er í Kaupmannahöfn.

Það er óalgengt að Íslenskir veitingastaðir séu teknir til greina á samskonar listum og er því greinilegt að það hefur náðst gríðarlegur árangur á Apótek Restaurant á þeim stutta tíma sem staðurinn hefur verið opinn.

 

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið