Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Andri Viceman og Hlynur Maple fjalla um viskíframleiðslu í Skotlandi – Vídeó

Birting:

þann

Andri Pétursson (The Viceman) og Hlynur Björnsson Maple um sögu viskí

Fyrir stuttu var haldið sérlega fróðlegt vefnámskeiði á vegum Iðunnar um viskí. Á námskeiðinu fóru meistararnir Andri Pétursson (The Viceman) og Hlynur Björnsson Maple um sögu viskí, framleiðsluna og landafræðina.

Þá voru smakkaðar ýmsar vel valdar viskítegundir. Námskeiðið var kjörið fyrir barþjóna, framreiðslufólk og auðvitað alla sem áhuga hafa á viskí.

Sjón er sögu ríkari:

Mynd: skjáskot úr myndbandinu

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Heimabarinn er ný kokteilabók – Andri: „….með nákvæmlega sömu hugmynd í kollinum“

Birting:

þann

Heimabarinn

Heimabarinn er kokteilabók eftir barþjónana Ivan Svan Corvasce og Andra Davíð Pétursson.

Í bókinni má finna 63 uppskriftir af fjölbreyttum kokteilum, 19 uppskriftir af heimagerðum sírópum & líkjörum auk fróðleiks um baráhöld, glös, klaka og öll helstu vörumerkin sem notuð eru í nútíma kokteilagerð.

Bókin mun gefa þér innsýn inn í heim barþjónsins og auðvelda þér að koma þér upp þínum eigin Heimabar. Markmið bókarinnar er þú öðlast færni og þekkingu til að framreiða ómótstæðilega kokteila sem vel er tekið eftir.

„….með nákvæmlega sömu hugmynd í kollinum“

Heimabarinn

Ivan Svan Corvasce og Andri Davíð Pétursson

„Fyrir ári síðan í miðri covid bylgju komumst við Ivan Svanur að því að við værum með nákvæmlega sömu hugmynd í kollinum. Hugmyndin var að búa til íslenska kokteilabók sem yrði sérstaklega gerð fyrir fólk sem vill læra að gera kokteila heima hjá sér.  Enska hugtakið “great minds, think alike” á við í þessu samhengi, því að auki vorum við með sama nafn í huga. Bókin skyldi heita Heimabarinn. Við félagarnir ákváðum að snúa bökum saman og gera bókina í sameiningu.“

Skrifar Andri Davíð um bókina á facebook.

„Það reyndist hárrétt ákvörðun því samstarf okkar hefur verið gjörsamlega frábært.  Fyrir menn sem eiga gjarnan erfitt með að setjast niður einbeita sér að einum hlut í einu þá var ómetanlegt fyrir okkur að hafa hvorn annan. Með mikilli þrautseigju, tíma og vinnu þá náðum við markmiðinu okkar og erum að gefa fyrstu íslensku kokteilabókina sem hugsuð er fyrir heima barþjóninn“

Kokteilabókin Heimabarinn kemur bráðlega í forsölu á vefslóðinni www.heimabarinn.is

@Heimabarinn er á samfélagsmiðlum!

Facebook | Instagram

Fleiri fréttir af Andra hér og Ivan Svan hér.

Myndir: Heimabarinn.is

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Glæsilegt og skemmtilegt myndband frá Sælkerabúðinni

Birting:

þann

Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson

Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson

Alltaf gaman að horfa á vandað og flott myndband frá stöðum í veitingageiranum. Í nýjasta myndbandinu frá Sælkerabúðinni sýna þeir félagar Hinrik Örn Lárusson og Viktor Örn Andrésson snilldartakta og brot af því sem í boði er hjá Sælkerabúðinni.

Sjá má myndbandið hér að neðan:

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Grétar Matthíasson endurkjörinn formaður Barþjónaklúbbs Íslands

Birting:

þann

Grétar Matthíasson

Grétar Matthíasson er margverðlaunaður þjónn
Mynd: úr einkasafni

Aðalfundur Barþjónaklúbbs Íslands var haldin á þriðjudaginn síðastliðinn og var margt á dagskrá. Farið var yfir félagsstarfið fyrir veturinn sem framundan er, kosið var til forseta ásamt 3 nýir meðlimir í stjórn kosnir í klúbbinn til tveggja ára.

Grétar Matthíasson var endurkjörinn formaður Barþjónaklúbbs Íslands, en nýja stjórnin er eftirfarandi:

Grétar Matthíasson
Teitur Riddermann Schiöth
Elna María Tómasdóttir
Andreas Peterssen
Helgi Aron
Jóhann B. Jóhannsson
Raúl Apollonio

Keppni um titilinn Hraðasti barþjónninn var haldin í lok fundsins, en nánari umfjöllun um keppnina ásamt myndum er hægt skoða hér að neðan:

Teitur Riddermann hreppti titilinn Hraðasti barþjónninn 2021 – Myndir frá keppninni

 

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið