Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Andreas Jacobsen heiðraður á lokakvöldverði Norðurlandaþings matreiðslumanna í Álaborg

Birting:

þann

Norðurlandaþing matreiðslumanna í Álaborg í Danmörku - Galadinner 2015

Sætabrauðs-drengirnir Hafliði Ragnarsson og Axel Þorsteinsson

Norðurlandaþing matreiðslumanna í Álaborg í Danmörku endaði með glæsilegri hátíðarveislu í Comwell hótelinu.

Kenneth Petersen yfirmatreiðslumeistari Comwell og hans starfsfólk stóðu sig með prýði enda ekki auðvelt að matreiða fyrir stóran hóp af matreiðslumönnum, 200 norrænir matreiðslumenn og gestir áttu yndislegt kvöld á hótelinu. Á hótelinu eru 198 nýstárleg herbergi, fjölskylduherbergi, A la carte veitingastaðinn Comwell White House, setustofu og bar, ráðstefnu og veislusal.

Yfir borðhaldinu voru verðlaunafhendingar í keppnunum „Nordic Chef Junior„, „Global Chefs Challenge„, „Global Young Chefs“ og „Nordic Waiter“ að auki voru heiðursverðlaunir veittar.

Andreas Jacobsen

Andreas Jacobsen.
Mynd: Ragnheiður Gísladóttir

Andreas Jacobsen gjaldkeri Klúbbs Matreiðslumeistara var heiðraður með Cordon Rouge orðunni fyrir góð störf í félagsmálum.

Norðurlandaþing matreiðslumanna í Álaborg í Danmörku - Galadinner 2015

Einar Överás fyrir miðju

Að auki var Einar Överás frá Noregi og fyrrverandi forseti Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara (NKF), heiðraður með kosningu sem heiðursforseti NKF.

Norðurlandaþing matreiðslumanna í Álaborg í Danmörku - Galadinner 2015

Norðurlandaþing matreiðslumanna í Álaborg í Danmörku - Galadinner 2015

Norðurlandaþing matreiðslumanna í Álaborg í Danmörku - Galadinner 2015

 

Myndir: Betina Fleron Hede / NKF

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Keppni

Myndir frá forkeppni Kokkur ársins 2018

Birting:

þann

Núna stendur yfir undanúrslit keppninnar um Kokk ársins 2018 á Kolabrautinni í Hörpu.

Sjá nánar hér um keppnina í dag.

Meðfylgjandi myndir tók Matthías Þórarinsson matreiðslumaður frá forkeppninni í dag.

Mynd: Matthías Þórarinsson matreiðslumaður

Lesa meira

Keppni

Kokkur ársins – Myndband

Birting:

þann

Spennan magnast, innsýn í keppnina 2017 sem Hafsteinn Ólafsson sigraði. Skilafrestur í keppnina í ár rennur út á miðnætti 5. febrúar 2018.

Lesa meira

Keppni

Grétar Matthíasson er Íslandsmeistari Barþjóna

Birting:

þann

Gamla bíó

Gamla bíó

Íslandsmót barþjóna var haldið í kvöld í Gamla bíó, en þar voru samankomnir einhverjar bestu barþjónar Íslands að keppa um Íslandsmeistaratitil Barþjóna.

Keppt var eftir alþjóðareglum International Bartenders Association (IBA).

Grétar Matthíasson

Grétar Matthíasson
Mynd: úr einkasafni

Þeir sem kepptu voru Árni Gunnarsson frá veitingastaðnum Soho, Grétar Matthíasson frá Grillmarkaðinum og Elna María Tómasdóttir frá Nauthól.

Eftir harða keppni urðu úrslit á þessa leið:

 1. sæti – Grétar Matthíasson (Grillmarkaðurinn) með drykkinn “Peach Perfect”
 2. sæti – Elna María Tómasdóttir (Nauthóll) með drykkinn “Orion”
 3. sæti – Árni Gunnarsson (Soho) með drykkinn “My precius”

Einnig voru veitt verðlaun fyrir útlit drykkja og fagleg vinnubrögð:

 • Grétar Matthíasson – Fagleg vinnubrögð
 • Elna María Tómasdóttir – Besta skreytingin

Dómnefnd:

 • Jóhann Gunnar Arnarsson – Butler Íslands
 • Jónína Unnur Gunnarsdóttir – Hótelstjóri
 • Hafliði Halldórsson – Meistarakokkur og fyrrum forseti Klúbbs Matreiðslumeistara
 • Sigurjón Ragnarsson – Stjörnuljósmyndari
 • Alba E. Hough – Vínsérfræðingur

Það er Barþjónaklúbbur Íslands sem ber veg og vanda af skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar.

Myndir væntanlegar

Lesa meira
 • Happy Hour – 50 þættir 10.10.2020
  Fyrir rúmlega ári síðan fékk ég þá hugmynd að búa til hlaðvarp þar sem eg spjallaði við fólk úr veitingabransanum. Verandi málglaður maður með ástríðu fyrir því sem ég hef gert hálfa ævina þótti mér tilvalið að ná að sameina þessa tvo hluti og varð til hlaðvarpið Happy Hour með the Viceman. Ég hafði ekki […]
 • Jónas Heiðarr 05.10.2020
  Jónas Heiðarr | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Bang bang! Jónas Heiðarr er barþjónn sem á síðustu árum hefur komið eins og stormsveipur inn í barsenu landsins. Hann sigraði World Class Diageo bartender of the year árið 2017 og varð barþjónn ársins á Íslandi að mati Bartenders Choice Awards árið 2019. Hann er skagamaður […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag