Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Allir saddir og glaðir á landsmóti Landsbjargar

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði

Ómar Óskars og Daníel Pétur Baldursson voru hressir á grillinu.
Daníel Pétur Baldursson matreiðslumaður og eigandi Torgsins var á vaktinni alla daga ásamt góðu fólki honum til aðstoðar í eldhúsinu.

Um 300 unglingar og umsjónarmenn af öllu landinu komu saman á landsmóti unglingadeilda Landsbjargar á Siglufirði í lok júní s.l.  Landsmótið, sem stóð yfir í þrjá daga, er í hugum margra unglinga hápunktur unglingastarfsins.

Það var veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði sem sá um allar veitingar fyrir landsmótið, bæði í hádeginu og um kvöldið.

Matseðillinn var einfaldur, enda um unglinga að ræða, fiskur, hamborgarar, pizzur, kjötsúpa, grillað lambakjöt ofl.

Allinn á Siglufirði

Í hádeginu var borðað á veitingastaðnum Allinn, sem að björgunarsveitin á Siglufirði fékk til afnota. Engin starfsemi hefur verið í húsinu í nokkur ár.

Um 300 unglingar og umsjónarmenn af öllu landinu komu saman á landsmóti unglingadeilda Landsbjargar á Siglufirði

Á kvöldin var borðað í stóru veitingatjaldi sem búið var að setja upp við hlið Íþróttamiðstöðinni Hól í Siglufirði.

Um 300 unglingar og umsjónarmenn af öllu landinu komu saman á landsmóti unglingadeilda Landsbjargar á Siglufirði

Svangir krakkar á leið í hamborgaraveislu

Um 300 unglingar og umsjónarmenn af öllu landinu komu saman á landsmóti unglingadeilda Landsbjargar á Siglufirði

Björgunarfólk framtíðarinnar tjölduðu við Íþróttamiðstöðina

Fleiri myndir frá landsmótinu hér.

Myndir: Smári / Veitingageirinn.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið