Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Alba og Einar til liðs við Himbrimi Gin

Birting:

þann

Einar Örn Björgvinsson og Alba E. H. Hough

Einar Örn Björgvinsson og Alba E. H. Hough

Alba E. H. Hough og Einar Örn Björgvinsson hafa verið ráðin til starfa hjá Brunnur Distillery ehf., sem framleiðir Himbrimi Gin.

Alba hefur tekið við stöðu framleiðslustjóra og Einar sem framkvæmdastjóri rekstrar.

Alba er flestum kunnug sem einn reynslumesti vínþjónn Íslands, og býr yfir áratuga reynslu í alþjóðlegum vínþjónakeppnum sem keppandi, dómari og þjálfari. Alba er framreiðslumaður að mennt.  Hún státar gráðum frá Wine & Spirit Education Trust og Court of Master Sommeliers, er forseti Vínþjónasamtaka Íslands og margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna. Alba starfaði áður sem yfirvínþjónn og veitingastjóri hjá Icelandair Hotels.

Einar Örn starfaði áður sem sérfræðingur á rekstrarsviði Isavia og þar áður hjá Íslandsbanka. Hann er með MBA gráðu í viðskiptafræði, diploma í fjármálum og BA gráðu í mann- og trúarbragðafræðum frá Háksóla Íslands.

“Það er gríðarlega dýrmætt að fá Ölbu og Einar til liðs við okkur, sérstaklega þar sem Brunnur Distillery er að stækka hratt um þessar mundir og það er margt spennandi framundan hjá okkur. Alba var með þeim fyrstu sem smakkaði Himbrimi gin þegar varan var í þróun árið 2013, og hvatti mig eindregið til þess að fara af stað með vöruna.

Hún hefur hvatt okkur til dáða síðan þá og það eru fáir sem ég treysti jafnvel til þess að sjá um að framleiða Himbrimi gin en hana. Einar er reyndur rekstrarmaður og er rétti maðurinn til þess að takast á við vaxtaverkirnir sem framundan eru hjá fyrirtækinu.”

Segir Óskar Ericsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Samsett mynd: aðsend

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið