Vertu memm

Frétt

Áhugi að opna mathöll á Vesturgötu 2 í Reykjavík

Birting:

þann

Reykjavík Restaurant

Húsnæði Restaurant Reykjavíkur á sér langa sögu. Það var C.P.A. Koch sem fékk árið 1863 leyfi til að byggja húsið með bryggju að framan, en leyfið fékkst með því skilyrði að gerð yrðu göng gegnum húsið að bryggjunni, aðgengileg almenningi.
Byggingin var þá aðeins á einni hæð, með þaki yfir ganginn að bryggjunni, og var notað sem vöruhús og skrifstofur fyrir sjópóstþjónustu.

Til stendur að breyta húsnæðinu við Vesturgötu 2 í mathöll, þar sem Reykjavík Restaurant er til húsa, samkvæmt fyrirspurn Davíðs Pitt arkitekts til skipulagsstjóra Reykjavíkur, að því er fram kemur í Fréttablaðinu.

Samkvæmt fyrirspurn Davíðs yrði mathöllin með tíu til tólf básum í kjallara og á fyrstu og annarri hæð hússins. Í risi verði starfsmannaaðstaða og skrifstofur. Skipulagsstjóri sem tók málið fyrir á föstudag segist ekki gera neinar skipulagslegar athugasemdir við breytinguna.

Mathallir hafa verið vinsælar á Íslandi, en núna næstu daga ætla eldhressir stórhugar að opna eina glæsilegustu mathöll bæjarins í Borgartúninu.

Sjá einnig:

Ný og glæsileg mathöll opnar í miðju „Wall street“ Íslands

Mynd: facebook / Reykjavík Restaurant

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Lesa meira
Auglýsingapláss

Frétt

Fiskideginum mikla frestað enn aftur – „Við stefnum ótrauð á afmælishátíð í ágúst 2022“

Birting:

þann

Fiskidagurinn mikli í Dalvíkurbyggð

20 ára afmæli Fiskidagsins mikla bíður enn um sinn.  Eins og margir vita þá var Fiskidagurinn mikli 20 ára í ágúst 2020 en hátíðinni var frestað vegna kórónuveirunnar.

Sjá einnig:

Stjórn Fiskidagsins mikla fresta hátíðinni um eitt ár

Á stjórnarfundi Fiskidagsins mikla 29. mars s.l. var tekin ákvörðun um að fresta Fiskideginum mikla aftur og að fréttatilkynning yrði send út 15. apríl sem er sami dagur og stjórnendur hátíðarinnar tilkynntu frestunina 2020. Ákvörðunin er tekin að vel ígrunduðu máli. „Við stefnum ótrauð á afmælishátíð í ágúst 2022,“ segir í tilkynningu.

Fiskidagurinn mikli er þannig uppbyggður að ekki yrði hægt að stjórna fjölda þeirra gesta sem sækja hátíðina, og eins er ekki hægt að skipta upp í hólf, ekki haft fjarlægðarreglur, og svo framvegis. Fiskidagurinn mikli sem er matarhátíð er ekki haldinn fyrr en grímunum hefur verið sleppt og ótakmarkaður gestafjöldi leyfður og að gestir geti knúsast áhyggjulaust að hætti Fiskidagsins mikla svo að fátt eitt sé nefnt.

Það kostar mikla vinnu að skipuleggja svona stóra hátíð og óvissan er of mikil til þess að leggja af stað í þetta stóra verkefni, segir í tilkynningu frá Fiskideginum mikla.

„Við tökum enga áhættu og sýnum ábyrgð í verki, við teljum að það verði ekki kominn tími til að safna saman 30.000 manns eftir 3 mánuði. Enn og aftur þökkum við á annaðhundrað styrktaraðilum okkar fyrir stuðninginn og frábært samstarf undanfarin ár og það er einlæg ósk okkar þeir yfirgefi okkur ekki og komi ferskir að vanda með okkur á árinu 2022.“

Fiskidagurinn mikli verður haldin í ágúst 2022 og verður þá haldið upp á 20 ára afmæli hátíðarinnar.

Mynd: Helgi Steinar Halldórsson

Lesa meira

Frétt

Samkeppniseftirlitið heimilar samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH afurða með skilyrðum

Birting:

þann

Nautasteik

Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað samruna kjötafurðastöðvanna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH afurða með skilyrðum. Samrunaaðilar brugðust við mati eftirlitsins á skaðlegum áhrifum samrunans á samkeppni með því að setja fram tillögur að skilyrðum sem væru til þess fallnar að mæta áhyggjum Samkeppniseftirlitsins af skaðlegum áhrifum samrunans á samkeppni, en gerðu um leið samrunaaðilum kleift að framkvæma samrunann og ná markmiðum hans.

Sjá einnig:

Samruni Kjarnafæðis og Norðlenska

Með skilyrðunum, sem felast í sátt samrunaaðila og Samkeppniseftirlitsins, skuldbinda aðilar sig til að grípa til eftirfarandi aðgerða:

Aðgerðir til að efla og tryggja samningsstöðu bænda

Sameinað fyrirtæki skuldbindur sig til að standa ekki í vegi fyrir því að bændur færi viðskipti sín frá sameinuðu félagi til keppinauta þess. Jafnframt er tryggður réttur bænda til að semja um afmarkaða þjónustu við sameinað fyrirtæki, s.s. slátrun, en aðra þjónustu við þriðju aðila, s.s. vinnslu.

Aðgerðir er varða verðlagningu einstakra þjónustuþátta

Sameinað fyrirtæki skuldbindur sig til þess að aðgreina í bókhaldi sínu slátrun og vinnslu og lúta skorðum og reglum við verðlagningu á slátrun og annarri nánar skilgreindri þjónustu og í tiltekinn tíma. Þannig njóti bændur hagræðis sem sameinað fyrirtæki ætlar að ná og þurfi ekki að sæta verðhækkunum sem óhjákvæmilega geta leitt af samkeppnishamlandi samrunum. Skilyrðin eru jafnframt til þess fallin að styðja við samningsforræði bænda og þar með styrkja það aðhald sem þeir geta beitt gagnvart kjötafurðastöðvum.

Aðgerðir sem rjúfa eignatengsl við minni kjörafurðastöðvar með sölu á eignarhlut til bænda

Sameinað fyrirtæki skuldbindur sig til að selja eignarhluti sína í Fjallalambi annars vegar og Sláturfélagi Vopnfirðinga hins vegar. Skulu hlutirnir seldir til bænda, eða félaga í meirihlutaeigu bænda. Er sölunni settur tiltekinn frestur, sem háður er trúnaði.

Aðgerðir til að koma í veg fyrir fækkun keppinauta og viðsemjenda bænda

Kjarnafæði hefur átt í viðskiptum við kjötafurðastöðvarnar B. Jensen og Sláturfélag Vopnfirðinga. Sameinað fyrirtæki skuldbindur sig til að eiga í áframhaldandi viðskiptum í tiltekinn tíma við B. Jensen og Sláturfélag Vopnfirðinga. Þessi viðskipti eru mikilvæg fyrir áframhaldandi rekstur þessara fyrirtækja, sem ella kynnu að hverfa af markaði. Miðar framangreind skuldbinding að því að fyrirtækin hafi ráðrúm til að bregðast við breyttum markaðsaðstæðum og starfa áfram sem sjálfstæðir keppinautar.

 Aðgerðir til að stuðla að samkeppnislegu sjálfstæði sameinaðs fyrirtækis

Sameinað fyrirtæki skuldbindur sig til að setja sér setja sér samkeppnisstefnu, grípa til aðgerða til að tryggja eftirfylgni við sáttina í daglegri starfsemi, tryggja óhæði gagnvart keppinautum á vettvangi stjórnar og lykilstarfsmanna og halda skrá yfir öll samskipti við keppinauta. Eru þessar aðgerðir til þess fallnar að stuðla að því að sameinað fyrirtæki virði bannreglur samkeppnislaga og sporna við tjóni sem leitt getur af aukinni samþjöppun í greininni.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins:

„Það er hagur íslenskra neytenda og bænda að virk samkeppni ríki á mörkuðum fyrir slátrun gripa og í heildsölu og vinnslu kjötafurða. Kannanir á meðal bænda gefa til kynna víðtækan stuðning við aðgerðir til þess að standa vörð um samkeppni á þessu sviði.

Það er mat Samkeppniseftirlitsins að sátt þess við samrunaaðila verji hagsmuni bænda og neytenda og geri sameinuðu fyrirtæki jafnframt kleift að eflast og dafna á grunni virkrar samkeppni og aðhalds af hendi bænda.“

Samkeppnishindranir

Framangreindum aðgerðum er ætlað að vega upp á móti skaðlegum áhrifum sem Samkeppniseftirlitið telur að samruninn hefði ella haft. Er það niðurstaða rannsóknarinnar að án framangreindra skilyrða gæti samruninn haft eftirfarandi skaðleg áhrif:

 • Samkeppnisraskanir vegna aukinnar samþjöppunar, til tjóns fyrir neytendur og bændur.
 • Hindranir fyrir minni keppinauta í slátrun og vinnslu og að samruninn kynni að leiða til þess að minni keppinautar hverfi af markaðnum.
 • Bændum væri ekki tryggð hlutdeild í ábata af þeirri hagræðingu sem sameinað fyrirtæki hyggst ná, þar sem þeim muni ekki gefast færi á að sýna sameinuðu fyrirtæki nægilegt aðhald. Þá vinni samkeppnishindranir sem af samrunanum leiða gegn því að ábati hagræðingar skili sér til neytenda.
 • Valkostum bænda fækki og þar með muni samningsstaða þeirra versna.

Nánar um sáttina og ákvörðun Samkeppniseftirlitsins má lesa hér.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Frétt

Tilslakanir á samkomutakmörkunum og í skólastarfi frá 15. apríl 2021

Birting:

þann

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra

Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20 manns, hægt verður að hefja íþróttastarf, sund og heilsurækt með takmörkunum, sviðslistir einnig og skíðasvæðin geta opnað á ný. Í skólum breytast nálægðarmörk á öllum skólastigum úr 2 metrum í 1 og leik- og grunnskólabörnum verður heimilt að stunda skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf á ný. Þetta er megininntak tilslakana á sóttvarnareglum sem heilbrigðisráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í dag og eru í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Reglugerðir um breytingarnar eru í vinnslu og verða birtar síðar í dag. Gert er ráð fyrir að þær gildi í 3 vikur.

Í minnisblaði sóttvarnalæknis kemur fram að frá því að aðgerðir á landamærum voru hertar síðast, m.a. með kröfu um sýnatöku hjá börnum og ferðamönnum með vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu og auknu eftirliti með þeim sem dveljast í sóttkví eða einangrun, hafi daglegum smitum fækkað. Þannig hafi tekist að koma í veg fyrir stærri hópsýkingu eða útbreiðslu smita. Sóttvarnalæknir bendir þó á að ekki hafi tekist að uppræta veiruna úr samfélaginu. Áfram þurfi að viðhafa fyllstu aðgát vegna mikillar útbreiðslu í nálægum löndum og nýrra afbrigða veirunnar. Ýtrasta varkárni á landamærunum sé lykillinn á tilslökunum innanlands.

Staðan á sjúkrahúsum er góð, aðeins einn sjúklingur er inniliggjandi með COVID-19 og búið er að bólusetja langt yfir 90% þeirra sem eru 70 ára og eldri líkt og sóttvarnalæknir  bendir á en hann leggur þó áherslu á að fara beri hægt í að aflétta takmörkunum meðan verið sá að ná góðum tökum á smitum á landamærum og fjölga í hópi bólusettra.

Helstu breytingar á almennum samkomutakmörkunum:

Í meginatriðum verður um sambærilegar takmarkanir að ræða á samkomum og giltu frá 5. febrúar síðastliðnum. Minnt er á mikilvægi þess að fólk gæti vel að sóttvörnum og fylgi reglum.

 • Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns.
 • Sund- og baðstöðum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum heimilt að opna fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, auk annarra skilyrða.
 • Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna með og án snertinga í öllum íþróttum heimilar, án áhorfenda. Hámarksfjöldi fullorðinna verður 50 manns en fjöldi barna fer eftir sömu takmörkunum og í skólastarfi.
 • Skíðasvæðum heimilt að taka á móti 50% af hámarksfjölda móttökugetu hvers svæðis.
 • Sviðlistir, þar með talið kórastarf, heimilar með allt að 50 manns á sviði og 100 sitjandi gestum í hverju hólfi, auk annarra skilyrða.
 • Hámarksfjöldi við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga áfram 30 manns en fjölgar í 100 manns við útfarir.
 • Öllum verslunum heimilt að taka á móti 5 viðskiptavinum á hverja 10 m², þó að hámarki 100 manns, auk 20 starfsmanna í sama rými og viðskiptavinir.
 • Skemmtistöðum, krám, spilasölum og spilakössum heimilt að hafa opið með sömu skilyrðum og veitingastöðum þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar.
 • Verklegt ökunám og flugnám með kennara heimilt.

Breytingar í skólastarfi:

Heilbrigðisráðuneytið vinnur að gerð nýrrar reglugerðar um takmörkun á skólastarfi frá 15. apríl í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Í meginatriðum verða gildandi reglur óbreyttar nema hvað nálægðarmörk verða 1 metri í stað 2 og leik- og grunnskólabörnum verður heimilt að stunda íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf.

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið