Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Ágúst Fannar Einþórsson er að læra kontidor í Danmörku

Birting:

þann

Ágúst Fannar Einþórsson árið 2010

Ágúst Fannar Einþórsson árið 2010

Hvar ertu að læra?

Ég er á samning á Ruths Hotel í Gl. Skagen Danmörku. Búinn að vera þar frá apríl 2005. Tók fyrri hlutann heima á íslandi í Café Konditori á suðurlandsbraut.

Hvað er námið langt?

Námið sem ég er í er 3 ár og 8 mánuðir.

hvernig er náminu háttað, hve mikil vinna hve mikill skóli?

Námið er 20 vikur grunndeild. Og svo 3×5 vikur á fagdeild sem bóklegt hálfan daginn og verklegt hálfan daginn. sem er mikill munur frá því sem er heima á íslandi þar sem námið er að mestum hluta bóklegt í skólanum. Sem ég skil í raun ekki þar sem þetta er verk nám og ætti að vera meira kennt í handavinnu en bóklega.

Hvað finnst þér um danskan mat?

Danskur matur… Frekar spes en hann venst alveg ótrúlega vel. Og ég er mjög ánægður með að vera læra borða annað en íslenskan mat. T.d. að ná að smyrja eina brauðsneið með svo miklu áleggi að þú verður alveg pakk saddur sem er hið fræga smørrebrød(það er lúmsk tækni)

Hvernig finnst þér danskir veitinga staðir samanborið við íslenska staði?

Ég ekki rétti maðurinn í að svara til um veitingastaði þar sem ég er alveg ný kominn inn í þennan veitingastaða Bransa. En Ég sé mikinn mun á Íslenskum topp bakaríum T.d. Mosfellsbakarí, Sandholt, Café Konditori, það er miklu meira um metnað og tilbreytingar á íslandi, en danir eru svo fastir í einhverri gamalli skonsu og sjá ekki út fyrir hana. Eða kannski er þetta Stolt ég veit það ekki.

Af hverju fórstu að læra konditor?

Ég var að læra bakara heim hjá fellabakaríi á Egilsstöðum. Fór í bæinn í skóla og vann í Cafe Konditori á nóttunni og var í Mk á daginn mis vel sofinn 🙂 Við litla hrifningu kennara. En svo bauð Þórmar mér samning hjá honum á fínum launum sem mér leist mjög vel á. Þá var líka Gunnlaugar Örn Valsson að vinna þar sem ég á mikið að þakka fyrir hvar ég stend faglega i dag og hvað ég kann og læra konditor hafði líka verið draumur frá því ég byrjaði að læra bakarann. En ég sé alls ekkert eftir því í dag að hafa kastað frá mér 2 og hálfu ári sem ég var búinn með í bakaranum fyrir það nám sem ég er í i dag.

Ætlar þú í eitthvað frekara nám eftir þetta?

Ég er ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að gera eftir þetta nám en stefnan er ekki tekin heim á næstunni. Mig langar mikið í chocolater og að læra það þá í Frakklandi eða Belgíu það er bara alltaf spurning hvað maður fær mikið út úr því eftir þetta nám. Annars er það allt i lausu lofti.

Hver er framtíðarplönin?

Ísland fagra Ísland! Ég ætla að búa á íslandi þegar er búinn með mitt nám en það eru nokkur ár í það.

Ég tek sveinspróf í september á næsta ári vonandi en er samt að spá í að fresta því fram í febrúar 2007 þar sem ég klára ekkert samningin fyrr en þá og alveg ástæðulaust að fara í sveinspróf áður en maður þarf. Þar sem ég ætla að taka það eins vel og ég mögulega get.

Ég kára námið 19 febrúar 2007. Þá held ég að stefnan verði Ísland í 3-4 mánuði. En eftir það er stefnan sett á Frakkland, Belgíu, U.S.A, Bretland, Reykjavík, Egilsstaðir! Nei bara svo eitthvað sé nefnt¨.. mig langar bara að ferðast og mennta mig meira kynnast nýju fólki og læra tungumál. Og svo vonandi að geta komið með eitthvað skemmtilegt heim til Íslands að þessari reynslu lokinni.

Stefnir þú að einhverri keppni?

Keppa… Já ég er mjög opin fyrir því og er að spá í að vera með á D.M (Danska meistaramótið.) í súkkulaði á næsta ári en ég er bara ekki viss hvort ég verði í skólanum þá. Svo er stór draumur hjá mér að keppa fyrir Ísland á svipuðu móti og ég fylgdist með í París 20 okt. sl. Og er frekar svekktur að hafa ekki séð neinn þar frá íslandi þar sem við eigum fullt af fagmönnum sem hefðu átt góða möguleika í Svona keppni.

Ég vil bara koma þökkum til þeirra sem hafa stutt við bakið á mér síðustu mánuði. Gömlu, Gulla Bakara, Danna k. Didda kennara i alborg.


Uppfært:
Af óviðráðanlegum ástæðum glataðist myndin af Ágústi, sem fylgdi með viðtalinu, úr gagnagrunni veitingageirans og mynd frá árinu 2012 sett inn í staðinn.

Mynd: úr einkasafni Á​gústs Einþórssonar.

Viðtalið tók Rúnar Þór / [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið