Vertu memm

Frétt

Afgreiðsla í mötuneytum breytist vegna Covid-19

Birting:

þann

Kaffitería - Mötuneyti

Fjölmörg mötuneyti hafa breytt afgreiðslunni á mat vegna COVID-19 Kórónaveirunnar.

Afgreiðsla í mötuneyti breytist þar sem ekki verður lengur hægt að skammta sér sjálfur heldur verður skammtað fyrir fólk. Ýmsar aðrar aðgerðir eru hjá mötuneytunum sem eru t.a.m.:

  • Skipta reglulega um áhöld.
  • Skylda að þvo sér og nota handspritt áður en borðhald hefst.
  • Sósur, krydd, salt og pipar tekið af borðum.
  • Einnig eru notuð einnota hnífapör.
  • Fækka fólki sem borðar í sal, sem í raun lengir hádegið.
  • Aukin sótthreinsun á snertiflötum.
  • Veitingar, ávextir og fleira er ekki afgreitt á fundi eða kaffistofur.

Þetta er gert til að vernda fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma.

Þá hafa fjölmargar starfstöðvar í heilbrigðiskerfinu hjá hinu opinbera lokað mötuneytunum.

Á vef embætti landlæknis er að finna ítarlegar upplýsingar.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið