Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Afgreiða 12 þúsund matarskammta á degi hverjum – Skemmtilegt viðtal við Axel Jónsson

Birting:

þann

Axel Jónsson, matreiðslumeistari

Axel Jónsson matreiðslumeistari

Axel Jónsson, matreiðslumeistari, eigandi og stofnandi Skólamatar ehf. er gestur 2. þáttar Suður með sjó frá Sjónvarpi Víkurfrétta.

Í þættinum er rætt við Axel um starfsemi Skólamatar sem er frumkvöðlafyrirtæki sem hann hefur nú rekið í tuttugu ár. Börnin hans tvö, Fanný og Jón Axelsbörn stýra núna fyrirtækinu en hjá því starfa 120 manns en um fimmtíu skólar frá mat frá Skólamat.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið smari@veitingageirinn.is Skoða allar greinar höfundar >>

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Stöðugt fleiri íslenskir hótelgestir

Birting:

þann

Sigló hótel

Herbergjanýtingin á Hótel Sigló hefur aukist á undanförnu og skrifast það á aukna ásókn Íslendinga. Hótelið fær líka mjög góða umsögn á Tripadvisor og Booking.

Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, hótelstjóri Hótel Sigló, segist mjög sátt við ganginn í ár og er bjartsýn fyrir það næsta.

Túristi.is lagði fyrir hana nokkrar spurningar um hótelreksturinn, sem hægt er að lesa nánar um með því að smella hér.

Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Omnom vakti mikla athygli á súkkulaðihátíð í Salt Lake City – Myndir og vídeó

Birting:

þann

Omnom - Caputo’s Chocolate Festival - Salt Lake City

Nú í nóvember mánuði hélt Omnom til Salt Lake City, þar sem súkkulaðiframleiðandinn hlaut þann heiður að vera miðdepill hinnar árlegu „Caputo’s Chocolate Festival“.

Hátíðin var haldin í áttunda sinn, en megin markmið hennar er að afla fjár til styrktar Heirloom Cacao Preservation sem vinnur markvisst að því að varðveita og viðhalda viðkvæmum stofnum kakóplöntunnar.

Omnom - Caputo’s Chocolate Festival - Salt Lake City

Á hverju ári er nýr framleiðandi valinn, sem sérhæfir sig í súkkulaði gerðu úr baun í bita og í ár var það hin íslenska súkkulaðigerð Omnom sem varð fyrir valinu.

Allir helstu veitingamenn, bakarar, kaffibarþjónar og kokteilbarþjónar Salt Lake City koma að hátíðinni og færa henni sinn sérstæða blæ með því að vinna með hin ýmsu hráefni frá Omnom.

Omnom - Caputo’s Chocolate Festival - Salt Lake City

Viðvera Omnom í Salt Lake City vakti víðsvegar áhuga, en var Kjartani Gíslasyni súkkulaðigerðarmanni meðal annars boðið að koma í spjallþáttinn „The Place“ á Fox 13 þar sem rætt var um innblástur og ástríðu Omnom á súkkulaði.

Omnom - Caputo’s Chocolate Festival - Salt Lake City

Kjartan Gíslason matreiðslumaður í spjallþættinum “The Place“

Þátturinn nýtur mikilla vinsælda í Utah og er óhætt að segja að Kjartan hafi slegið í gegn með litríkri kynningu sinni.

Þáttinn er hægt að horfa á hér að neðan:

Omnom Chocolate

Calling all choc-a-holics!We try chocolate made with ‘black, Icelandic lava salt’ and other unique ingredients.You can find Omnom at Caputo's.

Posted by Fox 13's The PLACE on Thursday, November 14, 2019

Myndir: aðsendar

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Spennandi jólavillibráðamatseðill á Fiskmarkaðinum – Þetta hafa meistarar hússins að segja um vín-, og matseðilinn

Birting:

þann

Fiskmarkaðurinn

Fiskmarkaðurinn er staðsettur við Aðalstræti 12 í Reykjavík

Jólavillibráðamatseðill Fiskmarkaðsins hófst nú í vikunni þar sem boðið er upp á 6 rétta smakkseðil og eru réttirnir bornir fram á mitt borðið til að deila.

Virkilega spennandi matseðill sem er sambræðingur af villibráð og jólamat, sem er á þessa leið:

Smakk: Villipaté
Maki: Hreindýra og humar “surf & turf”
Sashimi: Villtur lax “new style”
Fugl: Önd og gæs
Kjöt: Krónhjörtur “steak”
Eftirréttur: Úrvalsplatti af eftirréttum

Við fengum fagmenn hússins til að segja aðeins meira frá matseðlinum og hvaða vín verður parað með hverjum rétti.

Þetta hafa þeir Kirill Ter-Martirosov yfirmreiðslumaður og Styrmir Bjarki Smárason yfirframreiðslumaður að segja um matseðilinn:

Villipaté

Jólavillibráðamatseðill Fiskmarkaðsins 2019

Villipaté

 • Kirill: Villibráðar paté með heimalagaðri bláberjasultu á toppnum og súrdeigskexi frá Bakaríinu okkar Nýja kökuhúsið.
 • Styrmir: Með þessu höfum við valið Bláberja líkjörin frá okkar topp mönnum hjá Reykjavík distillery. Íslensk bláber bæði í glasi og á diski.

Hreindýra og humar “surf & turf”

Jólavillibráðamatseðill Fiskmarkaðsins 2019

Hreindýra og humar “surf & turf”

 • Krill: Surf ‘n’ Turf maki rúlla með íslensku hreindýri og andalifur, hörpuskel og masago. Inní rúllunni sjálfri erum við svo með humar.
 • Styrmir: Glóbus menn eru með frábæran Trocken Riesling frá Bassermann-Jordan staðsett í Pfalz í Þýskalandi steinliggur með sushi.

Villtur lax “new style”

Jólavillibráðamatseðill Fiskmarkaðsins 2019

Villtur lax “new style”

 • Kirill: Létt grafinn villi lax frá Hellu með grænum chili ásamt yuzu sesam dressingu og stökkum salatblöðum sem eru ræktuð í Reykjavík.
 • Styrmir: Spy Valley Sauvignon blanc frá Marlborough í Nýja Sjálandi varð þarna fyrir valinu. Æðislegt vín með þægilegan sítrus keim sem tónar vel við fiskinn.

Önd og gæs

Jólavillibráðamatseðill Fiskmarkaðsins 2019

Önd og gæs

 • Kirill: Villiönd og gæs borið fram með kanil eplamauki, kremuðum fennel og djúpsteiktu gæsalæri. Með gæsinni er trönuberja gljái og ofaná öndinni erum við með heslihnetu snjó.
 • Styrmir: Sama vín og er með Krónhirtinum, þ.e. Corte Giara Amarone frá Valpolicella í Ítalíu. Kirsuberja og pipar tónar fyrir steikina og umhellt með forréttunum til að leyfa víninu aðeins að njóta sín áður en það er afgreitt.

Krónhjörtur “steak”

Jólavillibráðamatseðill Fiskmarkaðsins 2019

Krónhjörtur “steak”

 • Kirill: Krónhjörtur með karamellaðri kartöflumús og rauðkáli. Ofaná steikinni höfum við sett gráðostasmjör og villisveppa gljáa.
 • Styrmir: Corte Giara Amarone frá Valpolicella í Ítalíu. Kirsuberja og pipar tónar fyrir steikina og umhellt með forréttunum til að leyfa víninu aðeins að njóta sín áður en það er afgreitt.

Úrvalsplatti af eftirréttum

Jólavillibráðamatseðill Fiskmarkaðsins 2019

Red Velvet Creme brulée er á meðal rétta á Úrvalsplattanum

 • Kirill: Eftirétta blanda. Red Velvet Creme brulée, signature eftirrétturinn okkar. Hvítsúkkulaði ostakakan og svo Pralín búðingurinn með pistasíu hnetum.
 • Styrmir: Þarna veljum við mjög svipað vín en samt ekki. Við tökum Recioto frá Corte Giara til að klára seðilinn.

Fyrir áhugasama, þá er um að gera að skella sér á heimasíðuna: www.fiskmarkadurinn.is fyrir nánari upplýsingar.

Myndir: facebook / Fiskmarkaðurinn / Björn Árnason
Myndir af Kirill og Styrmi / úr einkasafni

Lesa meira

Könnun

Þegar ég elda heima, þá:

Skoða niðurstöður

Loading ... Loading ...
 • Hjörvar Óli Sigurðsson 05.12.2019
  Hjörvar Óli Sigurðsson | BjórdælanHappy Hour með The Viceman Viceman heldur áfram að breikka sjóndeildarhringinn þegar kemur að veigum í fljótandi formi. Að þessu sinni með fyrsta þátt af Bjórdælunni þar sem fyrsti bjór spekingurinn var Hjörvar Óli Sigurðsson sem starfar á Brewdog Reykjavík. Hjörvar er alinn upp á Akureyri en eftir að hafa heillast […]
 • Selma Slabiak 03.12.2019
  Happy Hour með The VicemanSelma Slabiak | Íslandsvinurinn Selma er frá Danmörku en fluttist til New York til að vinna með og læra af þeim bestu í heimi kokteilana. Síðan þá hefur hún smátt og smátt orðið einskonar sendiherra Norrænu kokteilsenunar sem hún tekur hinsvegar fram að hafi komið til vegna uppruna síns í Danmörku […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar