Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Afgreiða 12 þúsund matarskammta á degi hverjum – Skemmtilegt viðtal við Axel Jónsson

Birting:

þann

Axel Jónsson, matreiðslumeistari

Axel Jónsson matreiðslumeistari

Axel Jónsson, matreiðslumeistari, eigandi og stofnandi Skólamatar ehf. er gestur 2. þáttar Suður með sjó frá Sjónvarpi Víkurfrétta.

Í þættinum er rætt við Axel um starfsemi Skólamatar sem er frumkvöðlafyrirtæki sem hann hefur nú rekið í tuttugu ár. Börnin hans tvö, Fanný og Jón Axelsbörn stýra núna fyrirtækinu en hjá því starfa 120 manns en um fimmtíu skólar frá mat frá Skólamat.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Glæsilegt listaverk úr klaka eftir Ottó Magnússon

Birting:

þann

Klakastytta - Ottó Magnússon

Ottó Magnússon matreiðslumaður er margt til listanna lagt, en hann er einn af fremstu hér á Íslandi í klakaskurði. Ottó keppti til að mynda í heimsmeistarakeppni í klakaskurði sem haldin var í Fairbanks í Alaska árið 2017.

Ottó hreppti bronsverðlaun í heimsmeistarakeppninni ásamt félögum sínum þeim Bradley Groszkiewicz, Aaron Pencar og Jeff Kaiser fyrir listaverkið Sólfarið.

Sjá einnig: Brons verðlaun fyrir Sólfarið

Nú á dögunum fór fram Þorrablót KR sem haldið var í Frostaskjóli og var það Múlakaffi sem sá um öll veisluhöld.

Ottó var beðinn um að gera listaverk úr klaka í tilefni Þorrablótsins og útkoman glæsileg eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Ottó notaði keðjusög og útskurðarjárn við listaverkið sem hann síðan þurfti að búta niður í 6 hluta fyrir flutninginn og límt saman á staðnum.

Mynd: úr einkasafni / Ottó Magnússon

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Bláuggatúnfiskurinn snýr aftur – Fagfólki er boðið

Birting:

þann

Fylgist með kaítaímeistaranum Nobuyuki Tajiri skera túnfiskinn

Fylgist með kaítaímeistaranum Nobuyuki Tajiri skera túnfiskinn

Það komust færri að en vildu síðast þegar risavaxinn heill bláuggatúnfiskur mætti á veitingastaðinn Sushi Social ásamt japanska kaítaímeistaranum Nobuyuki Tajiri.

Tajiri snýr nú aftur á veitingastaðinn með annan heilan fisk í farteskinu og verður sannkölluð túnfiskveisla á Sushi Social dagana 22. – 26. janúar. Þá daga geta gestir gætt sér á réttum af sérstökum túnfisksmakkseðli eða pantað sér einstaka túnfiskrétti af matseðlinum.

Tajiri er mikils metinn innan veitingabransans um allan heim og er talinn einn fremsti túnfiskskurðarmeistarinn en hann starfar á veitingastaðnum Belfagó í Barcelona. Hann mun skera fiskinn niður eftir öllum kúnstarinnar reglum til að nýta megi fiskinn sem best svo sem flestir gestir Sushi Social geti notið.

Fagfólki boðið

Fagfólki er einnig boðið að vera viðstatt og þiggja veitingar á veitingastaðnum þegar Tajiri sker fiskinn niður en skurðurinn fer fram miðvikudaginn 22. janúar klukkan 17:00.

Frekari upplýsingar um Túnfiskfestival Sushi Social og borðapantanir má finna inni á www.sushisocial.is

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Úlfar Finnbjörnsson býður upp á stórglæsilegt vegan hlaðborð

Birting:

þann

Úlfar Finnbjörnsson

Úlfar Finnbjörnsson

Að tilefni af Veganúar mun veitingastaðurinn Grand Brasserie á Grand Hótel Reykjavík bjóða upp á stórglæsilegt vegan hlaðborð í hádeginu og á kvöldin, dagana 20.-26. janúar 2020.

Úlfar Finnbjörnsson hefur yfirumsjón með hlaðborðinu en hann býr yfir vegan réttum sem svo sannarlega kítla bragðlaukana.

Eftir hlaðborðsvikuna mun staðurinn hefja nýtt ár með veglegum vegan matseðli sem verður í boði allt árið samhliða sígilda brasserie seðlinum.

5.900 kr.- Kvöldverðarhlaðborð
2.900 kr.- Hádegisverðarhlaðborð

Hér er brot af þeim réttum sem verða í boði á hlaðborðinu:

Karrýkokossúpa með kóríander og lime
Grænmetis- og baunabollur með tómatcuminsósu
Rauðrófu Wellington með villisveppavinaigrette
OUMPH! með portóbello, kúrbít, byggi, sesamsósu, bökuðu blómkáli og brokkolí
Volg eplakaka með kanilís
Vegan pavlova með blönduðum berjum

Athugið að einnig verður í boði minni útgáfa af brasserie matseðlinum á meðan vegan hlaðborðinu stendur.

Grand Brasserie

Grand Brasserie

Grand Brasserie

Grand Brasserie

Myndir: aðsenda

Lesa meira

Könnun

Þegar ég elda heima, þá:

Skoða niðurstöður

Loading ... Loading ...
  • Tefélagið 27.01.2020
    Tefélagið | í Fljótandi Formi Happy Hour með The Viceman Þættirnir Í Fljótandi Formi eru ósjálfrátt búnir að skapa sér sinn eigin farveg. Í þáttunum fær Viceman til sín fólk úr öllum áttum, frumkvöðla, framleiðendur eða aðra spekúlanta sem eiga það sameiginlegt að vilja spjalla um áhugaverðar veigar í fljótandi formi. Eftir þáttinn með þeim […]
  • Dominique Plédel Jónsson 23.01.2020
    Dominique | Vínkaraflan Happy Hour með The Viceman Það búa fáir á Íslandi yfir jafn mikilli þekkingu á vínum eins og Dominique sem á uppruna sinn að rekja til Frakklands. Þegar maður talar við hana er ekki að heyra á máli hennar að hún sé af erlendum uppruna sem gefur þér fyrstu vísbendinguna um að […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag