Vertu memm

Pistlar

Ævintýri kjötiðnaðarmannsins

Birting:

þann

Halldór Jökull Ragnarsson

Halldór Jökull Ragnarsson

Kjötiðnaður er heill heimur af ævintýrum og ætla ég að reyna að skýra það út frá kjötiðnaðarmanninum sem ég er ennþá þó svo að ég vinni ekki í kjötvinnslu.

Kjöthöllin

Kjöthöllin var stofnuð 1. maí 1944. Fyrstu árin var verslunin og kjötvinnslan rekin á Klömbrum á Klambratúni (Miklatúni).
Mynd: kjothollin.is

Ævintýrin gerðust á hverjum degi

Það var 17 ára piltur sem hafði nýlokið Gagnfræðaskólann og var ekki viss hvað hann vildi gera í framhaldi, það eina sem hann vissi var hann ætlaði að taka hvíld frá námi um einhvern tíma.
Þessi ungi piltur sá auglýsingu um að það vantaði einstakling til að keyra út vörur fyrir Kjöthöllina, pilturinn fór í viðtal og fékk starfið.

Næsta dag mætti kappinn til vinnu og byrjaði að keyra út vörur. Það tók smátíma að kynnast öllum starfsmönnum þar en nöfnin síaðist smátt og smátt inn og sérstaklega nöfnin á þeim sem skiptu máli, fyrst skal telja meistarann sjálfa Eric Christjansen sem kom til Ísland sem fjósamaður til að starfa á bóndabæ sem var á Klambratúni en eftir nokkur ár stofnaði hann Kjöthöllina.  Synir hans tveir Bjössi og Sveinn tóku þátt í þessu verkefni enda þeir bræður báðir menntaðir kjötiðnaðarmenn.

Snúum okkur aftur að 17 ára unglingnum, eftir 10 mánaðar starf var komið að því kenna drengnum hvernig það væri að meðhöndla hníf og fara að úrbeina, þarna byrjaði fyrsta ævintýrið svo það var ekki aftur snúið.  Næstu tvö árin lærði ég meira og meira um úrbeiningu á kjöti þannig að ævintýrin gerðust á hverjum degi.

En eftir rúm þrjú ár hjá Kjöthöllinni var kominn tími til að breyta til.

Annað ævintýri sem fór beint í reynslubankann

Næsta skrefið var að vinna fyrir hann Guðmund í Hagabúðinni vestur í bæ, lítil kjötverslun þar sem drengurinn var í afgreiðslu, grípa í hnífinn og bara gera það sem þurfti að gera í svona verslun.
Þetta var annað ævintýri sem unglingurinn fékk að upplifa og sem fór beint í reynslubankann.
Eftir 9 mánaðar starf kom Guðmundur til drengsins og spurði af hverju hann reyndi ekki að komast á samning í kjötiðn.

Símtalið var tekið við fyrirtæki Goða og viku seinna var drengrinn kominn með samning með styttingu upp á eitt ár vegna fyrri starfa.

Goði

Gamalt og gott.
Mynd: timarit.is

Útskrifaðist 1981 sem kjötiðnaðarmaður

Enn eitt stóra ævintýrið tók við, 3 ár að læra úrbeiningu, söltun, hreinsa svið, sviðasultu gerð, laga pylsur, gera skinku, vinna við reykofn, læra á farsvél, hakkavél, niður suða og fleira, þetta var sko heill heimur af spennandi ævintýrum.

Eftir þrjú ár á samningi hafði drengurinn þroskast töluvert, var kominn með kærustu og útskrifaðist 1981 sem kjötiðnaðarmaður 24 ára gamall mjög stoltur og ánægður.

Í kjötiðnaðarnám í Danmörku

Kærastan vildi endilega fara til Danmerkur til að læra, námið átti að taka eitt ár, svo að það var lagt land undir fót fljótlega eftir útskrift.
Þessi 24 ára gamli maður fékk vinnu hjá fyrirtæki sem heitir Irma og var í deild sem lagaði heita rétti sem sprautað var í poka og kældir niður enn einn ævintýraheimurinn.
Eftir sex mánaðar vinnu á þessum stað gafst tækifæri til að komast á námskeið í Slagteriskolen sem höndlaði allt kjötiðnaðarnámið í Danmörku.
Námskeiðið sem varð fyrir valinu var Buktik Slagter (búðar kjötiðnaðarmaður).  Námskeiðið stóð yfir í þrjár viku, og maður minn þvílík veisla af ævintýrum hef aldrei upplifað annað eins.

Árið okkar leið hratt og áður en varið vorum við búin að pakka niður og haldið var heim á leið með söknuði í hjarta, í hjarta okkar vorum við viss um að við ættum eftir að koma aftur til Danmerkur.

Starfaði í lítilli kjötbúð á Grensásveginum

Eftir að heim var komið byrjaði þessi kjötiðnaðarmaður í starfi í lítilli kjötbúð á Grensásveginum þar sem hann naut sín vel enda var hægt að nýta vel þá reynslu sem námskeiðið í Danmörku hafði kennt honum.
Tíminn á Grensásveginu voru ca. 10 mánuðir ævintýraheimur sem var gríðarlega skemmtilegt og þroskandi fyrir stærra verkefni.

Mikligarður

Mikligarður 2 ára.
Mynd: timarit.is

70 útgáfur af nautakjöti í borðinu – 20.000 manns á dag í stærstu búð landsins

Sótti um starf í stærstu búð landsins á þessum tíma.  Mikligarður var opnaður og einstaklingurinn nú 26 ára, ráðinn sem innkaupar-, og deildastjóri yfir kjördeildinni.
Enn eitt stórt ævintýri enda Mikligarður engin smávörubúð ó nei.

Þarna var sex metra kjötborð og sjö metra pakkaborð og þvílíkt tækifæri að skapa ævintýri fyrir þá viðskiptavini sem voru komnir til að versla.
Á fyrstu þremur dögunum opnunarinnar komu 20.000 manns á dag.

Gaman að segja frá því að eina helgina var sett upp í kjötborðinu nautaveisla, um 70 útgáfur af nautakjöti í borðinu en í pakka borðinu var sett allt annað nema nautakjöt. Ævintýri, ævintýri og aftur ævintýri.

En þetta hlaut að enda einhverntímann sem og það gerði.

Matvöruverslun í Glæsibæ

Desember 1988, matvöruverslunin Kjötstöðin í Glæsibæ.
Mynd: Brynjar Gauti Sveinsson / Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Besta búðin hjá SS var verslunin í Glæsibæ

Kjötiðnaðarmaðurinn var ráðinn til SS þá 29 ára gamla, verkefnið var að fara á milli SS verslana og stilla upp kjötborði og kenna starfsfólkinu hvernig það væri gert, þetta var í kringum 1986 og enn eitt ævintýrið að byrja.

Eins og komið hefur fram þá rak SS nokkrar verslanir á þessum tíma og allar voru þær með kjötborð, en besta búðin hjá þeim var verslunin í Glæsibæ.
Það var Jóhannes heitin (Bónus) sem réði mig í þetta verkefni.

Einn daginn kom hann til mín til að spyrja um hvort það væri ekki hægt að stilla upp mjög öðruvísi kjötborði en tíðkaðist, þar sem hann ætlaði að mæta með hann Jón sem var á þessum tíma forstjóri SS.  Það var nú ekki mikið mál, nú var farið í grísaveislu.

Borðið var fimm metra, byrjunin var sú að í miðju á borðinu setti kjötiðnaðarmaðurinn heilan mjólkurgrís.

Út frá honum voru svo 85 mismunandi steikur og réttir úr svíni sitt hvoru megin við miðjuna, gríðarlega skemmtilegt ævintýri en mikil vinna.  Það var enginn sem vildi kaupa mjólkurgrísin svo hann endaði á grilli og var mál mann hvað þetta væri gott kjöt.  Stoppið hjá SS var 3 ár.

Ævintýrið var stutt en skemmtilegt

Næsta stopp var lítil búð í Breiðholtinu þar sem aðal markmiðið var að stilla upp kjötborðinu þar, ævintýri sem var stutt en skemmtilegt ca 1 ár.

Enn eitt ævintýrið í uppsiglingu

1990 byrjaði þessi kjötiðnaðarmaður að starfa hjá fyrirtækinu Indía enn eitt ævintýrið í uppsiglingu.  Nú var ævintýraheimurinn marineringar, hjálparefni fyrir kjötiðnað, námskeiðahalds fyrir kjötiðnaðarmenn sýningar erlendis nýtt ævintýri sem stóð í þrjú ár.

Ég er nokkuð viss um að það eru margir kjötiðnaðarmenn á Íslandi sem komið hafa á þessi námskeið hjá Indía á þessum tíma þremur árum sem kjötiðnaðarmaðurinn starfa hjá þessu fyrirtæki.

Aftur til Danmerkur

Þá var komið að því nú skyldi halda aftur til Danmerkur, ekki bara með eiginkonunni (gamla kærastan) heldur líka með þrjú börn.
Nú ætlaði kjötiðnaðarmaðurinn að bæta við sig menntun stefnan tekin á nám í Slagteriskolen. Námið var Levnesmiddle Tekkniger sem er Matvælaiðnfræðingur, og það ná var mesta ævintýrið sem undirritaður hefur tekið þátt í.

Þarna var ævintýraheimur engu öðru líkt fyrir kjötiðnaðarmanninn frá Íslandi.  Markmiðið var að læra hvað?

Þekkja efni fyrir kjötiðnað, þekkja hvaða efni vinna saman, þekkja ofnæmisvald, þekkja reglugerðir, þekkja E númer, þekkja vöruþróunar ferli, þekkja UTH framleiðslu, þekkja tæki og tól fyrir kjötiðnað og mjólkuriðnaði.

Inni í þessu námi varð maður að komast í praktík í eitt ár, þessi kjötiðnaðarmaður var svo heppin að komast á rannsóknastofu skólans þar sem maður fékk innsýni í heim örvera og örverufræðina enn einn stór heimur af ævintýrum.

Þarna gafst líka tækifæri að taka þátt í verkefni á vegum rannsóknastofunnar að þróa og mæla ATP mælingar.  1998 var kominn tími á það að flytja heim til Íslands.

IFFA sýningin í Frankfurt

IFFA sýningin í Frankfurt
Mynd: messefrankfurt.com

Námskeið og fyrirlestrar um vörur fyrir kjötiðnaðinn

Hóf störf hjá Kötlu. Fyrsta verkefni kjötiðnaðarmannsins var að fara á IFFA sýninguna í Frankfurt og opnaðist þar ævintýraheimurinn alveg upp á nýtt en gríðarlega stór, allskona tæki, hakkavélar, skinku tromlur á stærð við steypubíl, hjálparefni, bindiefni og fl og fl. var til sýnis.

Heimsækja birgja, taka á móti viðskiptavinum.  Heimsækja viðskiptavini Kötlu á Íslandi, halda námskeið, halda fyrirlestra um vörur fyrir kjötiðnaðinn.

Einstaklingurinn starfaði sem Gæða og vöruþróunnarstjóri hjá Kötlu í fjögur ár.

Innnes

Innnes ehf. er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins.
Mynd: Innnes.is

Hefur starfað hjá Innnes í 13 ár

Næsti viðkomustaður Innnes ehf með svipað verkefni eins og hjá Kötlu.
Kjötiðnaðarmaðurinn hefur starfað hjá þessu fyrirtæki nú í 13 ár, höndla með efni, marineringar og aðrar vörur fyrir kjötiðnaðinn, ásamt vörum fyrir fisk og vörum fyrir bakarí, endalaus ævintýri á hverju degi.

Kjötiðnaðarnámið er heill heimur af ævintýrum

Tók tvö og hálft ár í HR með vinnu og útskrifaðist með diplóma í Viðskiptafræði og markaðsfræði, enn og aftur ævintýraheimur sem nýtist kjötiðnaðarmanninum mjög vel.

Þessa vegna vill þessi kjötiðnaðarmaður segja að kjötiðnaðarnámið er heill heimur af ævintýrum, það þarf bara að hafa hugmyndaflugið til að takast á við þau tækifæri sem eru í boði hverju sinni.

Frá 17 ára aldri til sextugs hefur þessi kjötiðnaðarmaður verið tengdur kjötiðnaði í öllum þeim stigum sem nefnd eru hér á undan og geri enn, einstaklingurinn verður alltaf kjötiðnaðarmaður í grunninn hvað sem hann tekur sér fyrir hendur.  Að vera kjötiðnaðarmaður er ekki bara að vinna í kjötvinnslum landsins, það er ekki verið að gera lítið úr því frábæra fólki sem vinna þau störf sem þarf í kjötvinnslunum.

Það hefur oft verið spurt hvað það séu margir í faginu.

Virðum þá einstaklinga sem kjósa að bæta við sig námi til að hafa tök á því að skoða þennan ævintýralega heim sem kjötiðnaðurinn er með öllum þeim tækifærum sem bjóðast.

Með vinsemd og vináttu
Halldór Jökull Ragnarsson
Formaður Meistarafélags Kjötiðnaðarmanna

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected] Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Pistlar

Listin að gera hamborgara – Gísli Matt: „…ég trúi ekki á hernaðarleyndarmál eða leyniuppskriftir…“

Birting:

þann

ÉTA - Vestmannaeyjar

Gísli Matt: „Ég vil alls ekki setja væntingar fólks of hátt því í enda dags er þetta samt bara ostborgari.“
Mynd: facebook / ÉTA – Vestmannaeyjar

Að búa til veitingastað sem gerir út á einfalda hamborgara hefur verið mjög áhugaverð áskorun. Hvernig er hægt að fullkomna rétt sem allir hafa skoðun á?

Ég held að það sé ekkert sem heitir fullkominn hamborgari en mig langar samt að segja frá því hvernig okkar ostborgari er gerður – ég trúi ekki á hernaðarleyndarmál eða leyniuppskriftir því í enda dags skiptir mestu máli að fólk vandi sig frá degi til dags að bera fram mat – maður kemst ekki langt á uppskriftum einum saman.

Vigtin Bakhús

Hamborgarabrauðin á ÉTA koma frá bakarí sem ber heitið Vigtin Bakhús og er staðsett við Strandveg 30 í Vestmanneyjum
Mynd: facebook / ÉTA – Vestmannaeyjar

Númer 1 – brauðið

Ég vissi að ég vildi hafa mjög mjúkt brauð sem myndi “kremjast” vel þegar haldið er á honum, smá sætt og vel af smjöri í því þannig að það ristist vel. Biggi í Vigtinni nýja bakaríinu hér í Vestmannaeyjum, skildi mig 100% áður en ég var búinn að útskýra og kom með brauð sem var fullkomið og akkúrat sem ég vildi.

Númer 2 – kjötið

Ég vissi að ég vildi hakka sjálfur, ég vildi sjá hráefnið og velja það sem færi í borgarann.  Ég vissi að mig langaði að hafa mjög bragðmikinn vöðva.  Fyrir valinu urðu nautakinnar og svo nautasíða upp á fituinnihald að gera.  Hökkunin skiptir gríðarlegu miklu máli.  Nautakinnarnar eru um 2/3 og eru grófhakkaðar en nautasíðan er fínt hökkuð – því næst er hann mótaður í 140 gr kúlur.

Þegar við eldum hann á “hamborgarapönnu” þá er honum þrýst fast niður og mótaður á pönnunni. Lagið á honum verður langt frá því að vera eins en það skapar svo marga fleti sem verða stökkir og eldast uppúr eigin fitu og það að hakka kjötið mismunandi tryggir einnig að áferðin er ekki bara einsleit.  Borgarinn er kryddaður með sjávarsalti frá saltverk og svörtum pipar.

Númer 3 – osturinn

Gísli Matthías Auðunsson

Gísli Matthías Auðunsson
Mynd: Sigurjón Ragnar

Ég prufaði marga osta…. Mér þótti mjög mikilvægt að finna ost sem myndi bráðna hratt og væri bragð af.

Osturinn sem varð fyrir valinu er amerískur cheddar, nema ekki venjulegur heldur hálf-gervi ostur! Það er nú samt mjólk sem er aðalundirstaðan í honum. Ég skammast mín smá að segja frá því – en þetta var bara sá sem mér fannst bestur og sá ostur sem varð fyrir valinu.

Ég man enn þann dag í dag þegar ég smakkaði ostborgarann fræga á Shake Shack í Madison Squere Garden árið 2014 – ég fékk nákvæmlega þá tilfinningu þegar ég smakkaði ostinn fyrst bræddan á hamborgann okkar!

Númer 4 – meðlætið (kál, buff tómatar og hvítur laukur)

Ég er ekki enn 100% ánægður með kálið á borgaranum, ég fer fram og til baka með það, en það verður niðurneglt bráðlega.  Mikilvægt er að kálið sé ekki of þykkt en að sama skapi að maður finni fyrir því.  Við höfum verið með nokkur í byrjun hér á ÉTA en ég er ekki alveg nógu sáttur með þau.  Tómaturinn – það er algjörlega lykilatriði í okkar borgara að tómaturinn sé skorinn rétt. Hann á að vera eins þunnur eins og hægt er!

Við skerum tómatanna daglega í áleggshníf og þykktin er um 3mm. Á borgarana fara 2-3 skífur af örþunnum sneiðum af tómat.  Afhverju svona þunnar?  Til þess að tómatbragðið taki ekki yfir, það á bara að vera til staðar, ekki stela bragðinu af borgaranum sjálfum!  Laukurinn sjálfur, ég persónulega, fýla ekki rauðlauk – hann er of bragðmikill!  Við notum hvítan lauk, ekki gulan eins og fæst í kjörbúðunum hér. Þessi laukur er stundum kallaður salatlaukur. Hann, eins og tómaturinn, er skorin örþunnt af sömu ástæðu og tómaturinn, hann á bara að vera til staðar, alls ekki að taka yfir bragðið.

Og já, allt grænmetið fer ofan á kjötið sjálft í þessari röð; kál, tómatur og laukur. Það er mikilvægt upp á bitið á borgaranum. Það þarf allt að vera á réttum stað.

Númer 5 – sósan

Mæjónes sem er gert frá grunni með ákveðin karakter, svolítið salt, svolítið súrt.  ÉTA mæjó er gert úr soya mjólk, dijon sinnepi, eplaedik, soya sósu, fiski sósu og olíu.  Í réttum hlutföllum verður það ekkert ósvipað japönsku mæjónesi – þó aðeins öðruvísi.  Þessi sósa fer á bæði botninn og toppinn á brauðinu. Mikilvægt er að setja hæfilega mikið, en alls ekki of mikið.

Ég vil alls ekki setja væntingar fólks of hátt því í enda dags er þetta samt bara ostborgari.

Höfundur: Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari og eigandi ÉTA og Slippsins í Vestmannaeyjum og Skál á Hlemmi.

Fleiri fréttir um veitingastaðinn ÉTA hér.

Lesa meira

Pistlar

Landslið KM

Birting:

þann

Kokkalandsliðið 2020

Vona að menn fyrirgefi, en ég er í alvarlegri fýlu yfir að merki Klúbbs Matreiðslumeistara skuli ekki vera á kokkajökkum Landsliðsins. Sér merki Landsliðsins er allt gott og blessað, en ÞAÐAN ER Klúbbur Matreiðslumeistara sem hefur réttinn fyrir landsliðið.

Gangi ykkur sem allra best kæru ungmenni.

Þið eruð að leggja svakalega mikið á ykkur fyrir Klúbb Matreiðslumeistara.

Hilmar Bragi Jónsson

Höfundur er Hilmar Bragi Jónsson matreiðslumeistari

 

Mynd: facebook / Kokkalandsliðið

Lesa meira

Pistlar

Fyrsta Landslið Klúbbs Matreiðslumeistara

Birting:

þann

Bella Center í Kaupmannahöfn - Copenhagen

Bella Center í Kaupmannahöfn

Til gamans þá langar mig að minnast á hvað mikil breyting hefur orðið á þessum árum hjá Kokkalandsliðinu.

Þegar Klúbbur Matreiðslumeistara (KM) gekk í Norrænu samtökin, ef ég man rétt árið 1974 eða 5, var okkur boðið að taka þátt í nokkurra þjóða keppni í Bella Center í Kaupmannahöfn.  Þetta var rætt á nokkrum klúbbfundum og ákveðið að þiggja boðið.

Birgir Pálsson og Stefán Hjaltested höfðu tekið þátt í landskeppni í Noregi og fengið verðlaun. Ísland hafði aldrei tekið þátt í alþjóða keppni áður en við höfðum farið nokkrir á Ólympíuleika matreiðslumanna í Frankfurt.

Til að stofna liðið þurftu menn að bjóða sig fram.  Sigurvin, Gísli og ég buðum okkur fram.  Á þessum árum átti klúbburinn enga peninga, enda sennilega bar 10-12 meðlimi í honum og félagsgjöldin eina innkoman.

Þá mér vitanlega ekki búið að finna upp orðið “Styrktaraðili”.  Við sömdum við vinnustaðina okkar um að fá að taka hráefni fyrir æfingarnar, okkur að kostnaðarlausu. Við fengum að nota eldhúsið í Hótel og Veitingaskólanum, sem þá var í Sjómannaskólanum.  Ekki man ég hversu margar helgar við æfðum, en þær urðu æði margar.  Við höfðum fengið keppnisreglurnar sendar og bókstaflega lærðum þær utanað.

Kokkaborð - Chefs table

Við æfðum og æfðum og þegar fór að nálgast keppnina fóru nokkrir meðlimir að koma í lok dags og dæma vinnuna okkar.

Við æfðum og æfðum og þegar fór að nálgast keppnina fóru nokkrir meðlimir að koma í lok dags og dæma vinnuna okkar. Við gátum betlað lambið hjá Sambandinu, man ekki hjá hverjum við fengum fiskinn fyrir heita matinn.  Eins og áður sagði, þá átti klúbburinn engan sjóð svo við urðum að borga flugfar og hótel úr eigin vasa.  Við fengum lánuð silfurföt og létum smíða spegla föt undir kalda matinn.

Svo kom dagurinn og við flugum til Kaupmannahafnar og tókum allir konurnar með.  Ég var að vísu með frímiða fyrir mig og konuna svo við skiptum kostnaðinum jafnt á milli okkar.  Allt kjöt og fisk tókum við með okkur.  Þegar til Kaupmannahafnar kom þurftum við að fara í búð og kaupa allt sem við þurftum af öðru hráefni.  Morguninn eftir mættum við í eldhúsið sem okkur hafði verið skaffað en það var í mötuneytis eldhúsi í skóla.

Eldhús - Mötuneyti - Stóreldhús

Það háði okkur smávegis að allir pottar og pönnur voru fyrir stóreldhús, stórt og klunnalegt.

Það háði okkur smávegis að allir pottar og pönnur voru fyrir stóreldhús, stórt og klunnalegt.  Við vorum í eldhúsi með fjórum öðrum þjóðum.  Nú við byrjuðum á að taka allt upp úr kössunum og fórum að laga köldu réttina.  Þegar nokkrir klukkutímar voru liðnir og við á fullu við að laga allskonar Paté og galantine gengu tveir kokkar úr þýska liðinu yfir til okkar og horfðu á.

Þá datt uppúr öðrum þeirra File Arbeite, sem þýðist: svaka vinna.  Nokkru seinna kom kokkur hjá þeim, með kælitösku, tók fjögur tilbúin Paté uppúr. Hann skar þau öll í sundur í miðju, skoðaði sárið og henti þremur í ruslafötuna.  Þarna vorum við að laga okkar Paté frá grunni.  Smá seinna tók annar, nokkur pappaspjöld uppúr kælitösku og á þeim voru skreytingar full gerðar í hlaupi. Það þurfti bara að taka þær af spjaldinu með heitum spaða og setja á matinn.  Þetta stuðaði okkur svakalega að horfa upp á svona gróft svindl og við töluðum um í alvöru, að mótmæla, með því að labba út. Sem betur fer gerðum við það ekki, eftir allan þann kostnað og fyrirhöfn sem við höfðum lagt í málið.

Við fluttum síðan matinn í sendiferðabíl í Bella Center.  Þar stilltum við upp okkar mat á glæsilegt sýningarborð með hvít blómguðu tré í miðju borði.  Mér var sagt af dönskum kokki seinna um daginn, að þegar við vorum búnir að stilla upp hafi ákveðin kokkur í stjórn danska klúbbsins, komið inn á skrifstofu sem þeir voru með á staðnum með klósettrúllu, skellt á borðið og sagt:  Nú getið þið skeint ykkur. Íslendingarnir eru búnir að stilla upp. Okkar borð var að nokkru leiti óvenjulegt því það hafði Lunda og Hangikjöt sem örugglega hafði aldrei sést áður á svona keppnum.

Maður sá nokkuð oft menn draga aðra að þessum fötum til að sýna sérstaklega.  Persónulega verð ég að segja að ég var svo úrvinda af þreytu þennan dag að hann er hálf óskýr í huganum enda höfðum við unnið stanslaust í 24 tíma og farið svo beint á sýninguna.  Næsta dag vorum við svo með heita matinn, þar sem við þurftum að elda kjötrétt, fiskrétt og eftirrétt.  Það var auðveldur dagur. Daginn eftir var svo verðlaunaafhending við hátíðlega athöfn í sal sem var svipaður og bíósalur.

Í athöfninni var spurt hver í hópnum hefði lagað Lundann og Hangikjötið og voru veitt sérstök verðlaun fyrir það. Einnig veitti nokkurskonar Öldungadeild Dananna okkur sérstök verðlaun fyrir það sama.  Okkur fannst það frekar óviðeigandi þar sem við vorum landslið en þetta var gert líka við sum önnur lönd.  Það voru hrikalega þreyttir en ánægðir landsliðsmenn sem flugu heim daginn eftir.

Það er engin smá breyting sem hefur orðið á landsliðsmálum frá því við félagarnir fórum í þetta ævintýri, frá því að vera þrír og þurfa að greiða svo til allt úr eigin vasa í að vera 16 manns og kostnaðurinn margar miljónir.

Það eina sem hefur ekki breyst er hversu óendalega mikið menn leggja á sig til að halda upp hróðri og fána Íslands.

Með kærri kokkakveðju

Hilmar B. Jónsson

Hilmar B. Jónsson CMC AAC

Lesa meira
  • Ásgeir Már Björnsson 28.07.2020
    Ásgeir Már Björnsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Ásgeir eða Ási eins og hann er kallaður er án efa einn af áhrifamestu barþjónum seinni tíma á Íslandi. Það muna sennilega margir eftir því þegar Slippbarinn opnaði og braut ákveðið blað í kokteila menningu hér á landi.  Vissulega höfðu kokteilar verið gerðir hér svo […]
  • Sævar Helgi Örnólfsson 15.07.2020
    Sævar Helgi Örnólfsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Sævar Helgi er einn af mest áberandi barþjónum á Íslandi. Um er að ræða þrefaldan sigurvegara þema keppninnar á Reykjavik Cocktail Weekend sem er magnað afrek enn að auki hefur hann fleiri verðlaun úr öðrum keppnum í farteskinu. Hann kemur úr barþjóna smiðju Sushi Social […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag