Vertu memm

Bragi Þór Hansson

Adam Dahlberg – Fiskfélagið – Veitingarýni – F&F

Birting:

þann

Adam Dahlberg - Fiskfélagið - Food & Fun 2015

Adam Dahlberg

 

Fiskfélagið fékk til sín matreiðslumanninn Adam Dahlberg. Adam er fæddur og uppalinn í Svíþjóð, hann á ásamt Albin Wessman veitingastaðinn Adam & Albin Matstudio sem staðsettur er í Stokkhólm. Adam hefur farið víða á sínum matreiðsluferli og var meðal annars að vinna í London, París svo vann hann á nokkrum flottustu snekkjum á miðjarðarhafssvæðinu.

Áður en hann opnaði veitingastaðinn sinn vann hann með íslandsvininum Mathias Dahlgren í því að þróa áfram Norræna Matreiðslu og er þeirra framlag til þess víða þekkt. Einnig tók hann þátt í Bocuse d´Or 2012/13 fyrir hönd Svíþjóðar.

Adam Dahlberg - Fiskfélagið - Food & Fun 2015

Food & Fun kokteillinn

Þessi var aðeins of beiskur fyrir minn smekk.

Adam Dahlberg - Fiskfélagið - Food & Fun 2015

Fyrsti réttur kvöldsins var Karmellaður humar borinn fram með lárperu, greipaldin og humarseyði.

Fullkomin eldun á humrinum – æðislegur réttur

Adam Dahlberg - Fiskfélagið - Food & Fun 2015

Annar réttur var Nautatartar með vatnakarsa, ætisveppum og ristuðum möndlum

Þetta var fínn réttur en mæjónesið yfirgnæfði bragðið

Adam Dahlberg - Fiskfélagið - Food & Fun 2015

Þriðji rétturinn var Reyktar og kremaðar kartöflur í brenndu smjöri með sænskum hrognum

Hrognin voru bragðgóð og kartöflurnar voru það líka en okkur fannst þetta ekki vera að smella saman sem réttur.

Adam Dahlberg - Fiskfélagið - Food & Fun 2015

Aðalrétturinn var sótað og hægeldað lamb með blaðlauk, íslenskum fjallajurtum og svörtum jarðsvepp

Adam Dahlberg - Fiskfélagið - Food & Fun 2015

Aðalrétturinn var sótað og hægeldað lamb með blaðlauk, íslenskum fjallajurtum og svörtum jarðsvepp

Þetta var mjög góður aðalréttur.

Adam Dahlberg - Fiskfélagið - Food & Fun 2015

Að lokum fengum við Volgt súkkulaðibrauð með birki sýrópi, mjólkur krapís og múskat

Þetta var góður eftirréttur, súkkulaðisprengja með ferskum og góðum mjólkurís

Góður matur og þjónustan virkilega góð og afslöppuð og til mikillar fyrimyndar. Kærar þakkir fyrir okkur.

 

/Bragi

twitter og instagram icon

 

Bragi er matreiðslumaður að mennt, en hann lærði fræðin sín á Hótel Rangá. Bragi hefur starfað meðal annars á Radisson Blu 1919 hótel, Brasserie Blanc í Englandi. Hægt er að hafa samband við Braga á netfangið [email protected] .... skoða allar greinar höfundar >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið