Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Açaí skálar er nýjasta trendið – Nýr lítill og krúttlegur matarvagn opnar á Akranesi

Birting:

þann

Caliber - Matarvagn á Akranesi

Matarvagninn Caliber opnaði nú á dögunum við íþróttahúsið á Akranesi. Caliber er lítill og krúttlegur matarvagn og er í eigu tveggja bestu vina, en það eru þeir Andri Sævar Reynisson og Jósef Halldór Þorgeirsson.

Caliber býður upp á Açaí skálar sem er að verða sífellt vinsælla á Íslandi en nýr veitingastaður opnar á Hafnartorginu í Reykjavík á allra næstu dögum, en hann heitir Maika’i og býður upp á Açaí skálar og rekur einnig matarvagn undir sama heitinu.

Sjá einnig:

Maika’i opnar á Hafnartorgi í Reykjavík

Açaí er smoothie í skál toppað með granóla, banana eða öðrum ávöxtum.

Caliber - Matarvagn á Akranesi

Caliber - Matarvagn á Akranesi

Myndir: facebook / Caliber

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Lesa meira
Auglýsingapláss

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Pizzan opnar nýjan stað

Birting:

þann

Pizzan - Skyndibitastaður

Pizzan opnar nýjan stað í Lóuhólum Breiðholti

Skyndibitastaðurinn Pizzan hefur opnað nýjan stað sem staðsettur er við Lóuhóla 2-6 í Breiðholti.

Veitingastaðir Pizzunnar eru nú orðnir sjö talsins, við Strandgötu 75 og Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði, í Núpalind 1 í Kópavogi.  Í Reykjavík eru þeir staðsettir við Hverafold 1-3, Fellsmúla 26, Hringbraut 119 og sá nýjasti við Lóuhóla 2-6.

Mynd: facebook / Pizzan

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Helgi Björns stefnir á veitingarekstur á Hótel Borg

Birting:

þann

Tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson

Helgi Björnsson er mikill sælkeri

Tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson stefnir á veitingarekstur í sölum hótelsins í náinni framtíð.

„Þetta er allt á frumstigi ennþá, en þegar mér bauðst að taka þessu verkefni skoraðist ég ekkert undan því,“

segir Helgi, í samtali við Fréttablaðið, sem hyggst ásamt Guðfinni Karlssyni veitingamanni hefja Borgina aftur til fyrri dýrðar.

„Við viljum koma Gyllta salnum aftur í notkun þar sem vonandi verður hægt að dansa, eins og sagan ber með sér. Það er algjör synd að einn fallegasti salur Reykjavíkur hafi bara verið settur undir pítsuofn. Mér hugnast það engan veginn. Það eru ekki margir staðir á Íslandi sem eru jafn „grand“ og „classy“ og Borgin.“

segir Helgi í ítarlegu viðtali í Fréttablaðinu í dag.

Veitingahúsið Jamie's Italian á Hótel Borg við Austurvöll

Helgi er ekki tilbúinn að segja til um hvort ítalskir réttir verði í forgrunni í sölum Borgarinnar en lofar að þar verði vandað til verka.
Mynd: facebook / Jamie’s Italian Icelandz

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Hornfirðingar ánægðir með nýja veitingastaðinn

Birting:

þann

ÚPS veitingastaður í Höfn í Hornafirði

Eigendur ánægðir með þær viðtökur sem ÚPS hefur fengið

ÚPS er nýr veitingastaður sem staðsettur er við Hafnarbraut 34 í Höfn í Hornafirði.

Opið er frá klukkan 11:00 til 23:00, þriðjudaga til laugardaga og eldhúsið er opið til 22:00.

Úps hefur fengið góðar viðtökur hjá Hornfirðingum og annarra sælkera eins og lesa má í facebook færslu hjá ÚPS nú fyrir stuttu:

„Takk elsku bestu Hornfirðingar fyrir frábærar móttökur! Við erum uppnumin og ótrúlega stolt af því hvernig þetta ævintýri hefur farið af stað og þeim viðtökum sem við höfum fengið. Þegar við skelltum í lás í kvöld var hreinlega næstum allt uppselt!“

ÚPS býður upp á djúpsteikt súrdeig, kjúklingavængi, þrísteiktar kartöflur, taco rétti, grillað grísakjöt, íssamloku svo fátt eitt sé nefnt.

Veitingastaðurinn býður upp á bjór frá brugghúsi Jóni Ríka á Hólmi á Mýrum.  Þorgrímur Tjörvi Halldórsson er bruggmeistari Jóns Ríka og einn eigenda Úps.

Á krana er bjór hússins sem er IPA bjór og er 6%, en hann heitir ÚPS Mosaic og citra. Næst er það Right Said Red sem er Amber bjór og er 5%. Oatmeal Stout 6.6 % og Hólmur Farmhouse Ale 6.5%.

Myndir: facebook / ÚPS Craft Beer & Restaurant

Lesa meira
  • Bjartur Daly Þórhallsson 14.09.2020
    Bjartur Daly Þórhallsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Bjartur Daly er barþjónn sem hefur grunn frá Danmörku. Undanfarin ár hefur hann unnið á mörgum af vinsælustu börum landsins enn í dag starfar hann á veitingastaðnum Skál á Hlemmi Mathöll. Að undanförnu hefur Bjartur vakið athygli með kokteila-stefnu sem allir ættu að kynna sér […]
  • Hákon í Hovdenak Distillery 09.09.2020
    Hákon Freyr Freysson | Í Fljótandi Formi Happy Hour með The Viceman Hovdenak Distillery er eitt af fáum handverks eimhúsum á Íslandi og hefur verið starfandi í rúmlega ár. Í handverks eimhúsum sem á ensku nefnist micro distillery eru eimingartæki sem notuð eru til að framleiðla á sterkvín. Að eima gin og annað sterkvín frá […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag