Vertu memm

Veitingarýni

AALTO Bistro í Norræna húsinu | Veitingarýni

Birting:

þann

AALTO Bistro í Norræna húsinu

Nýlega opnaði Sveinn Kjartansson þennan stað, þar sem áður var Dill, og ákváðum við félagarnir að taka hús á honum, sjá og smakka hvað hann hefði upp á að bjóða.

Fengum við okkur sæti og eftir að hafa lesið matseðillinn, þá pöntuðum við eftirfarandi:

Brauð og smjör

Brauð og smjör

Sætkartöflumauksúpa með heimabökuðu brauði og smjöri

Sætkartöflumauksúpa með heimabökuðu brauði og smjöri

Var hún bara prýðileg og brauðið einnig.

Kúrbítskryddjurtafrittata með stökku rótargrænmeti

Kúrbítskryddjurtafrittata með stökku rótargrænmeti

Þvílíkt sælgæti, hárfín eldun á rótargrænmetinu, létt bit í því.

Köfta lambakjötsbollur og marokkóskar merqespylsur með hvítlauksósu og ofnbökuðum kartöflum

Köfta lambakjötsbollur og marokkóskar merqespylsur með hvítlauksósu og ofnbökuðum kartöflum

Enn einn afburðarréttur, það besta sem ég hef smakkað í marokkóskum mat.

Brokkolibaka með fersku salati og frönskum geitarosti

Brokkolibaka með fersku salati og frönskum geitarosti

Skemmtileg útfærsla og alveg svakalega góð.

Bökuð ostakaka með bláberjahlaupi

Bökuð ostakaka með bláberjahlaupi

Mjög góð.

AALTO Bistro í Norræna húsinu

AALTO Bistro í Norræna húsinu

Þessi upplifun var bara mjög áhugaverð og finnst mér það flott að menn eins og Sveinn Kjartansson fer sínar eigin leiðir, en er ekki með áhyggjur um hvað staðurinn næst honum er að gera. Þetta er grunnurinn að aukinni flóru á veitingastöðum og veitir mótspyrnu við hjarðeðlinu sem enn sjást merki um.

Þjónustan var látlaus og góð, tónlist í takt við þema staðarins, verður gaman að fylgjast með framvindu mála í Norræna Húsinu.

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið