Vertu memm

Greinasafn

Á lífinu í London, fyrri hluti

Birting:

þann

Hallgrímur SigurðarsonMatarmenningin í London er trúlega ein af þeim skemmtilegri í heiminu, hér er allt sem hugurinn girnist. www.londoneats.com  Þær átta milljónir sem hafa gert sér heimili hér hafa svo sannarlega úr nógu að velja þegar kemur að því að fara út borða, ensku pöbbarnir með fish ´n chips, jackets og samlokurnar, Chinatown með heila götu af veitingastöðum, Soho þar sem allt finnst, indverskir svo hundruðum skiptir o.sv frv o.sv.frv.

Á fyrsta stoppi, vel enskum pöbb, lét ég vaða á jacket, sem var kíló kartafla, opin,  með um 300 gr af túnfisksalati og fersku salati “on the side”, en sem betur fer afþakkaði ég djúpsteiktu frönskurnar sem hefðu endalega gert útaf við mig. Eftir þetta miðdegissnakk lágum við meðvitundalaus með risastórt glas af  dökku- “London Pride” öli fyrir framan okkur og …..veltum því fyrir okkur hvernig við ættum að hafa okkur uppúr djúpum pöbb-sófanum, en það hafðist. Ferðinni var heitið í mekka kreditkortanna, þangað sem konugsfjölskyldan fer að versla, Harrods. www.harrods.com  Þar var mætt í ofurskreytt, íburðarmikið “mall” þar sem menn kunna greinlega að verðleggja herlegheitin.  Í matvörudeild Harrods er bókstaflega allt að finna sem við kemur góðri veislu, foie gras, hvítar og svartar trufflur, pata negra, serranoskinkur og fínastu kampavíns framleiðslurnar. Í Harrods er líka bakarí, tapasbar, vínbúð, vindlabúð og grænmetismarkaður og fleira og fleira, en þarna var aðeins keypt ein gourmet viskíflaska og hlaupið svo út til að forða gjaldþroti.

Um kvöldið var mætt á “ALL BAR ONE” þar sem öllum matarmenningum heims er hellt saman í afar ódýan tapasmenu sem reyndist hinn besti matur, naanbrauð með jógurtsósu, kjúklingur satay, karrýlaukkaka o.sv.frv, o.sv.frv. og þessu var svo skolað niður með fullvöxnu suður-afrísku rauðvíni sem hentaði frábærlega með flestum réttum, þarna var gott að vera og vel gert fyrir sanngjarnt verð.  Þarna var samt sem áður nokkurskonar 17. júní stemming vegna þess að innfæddum hafði tekist að hrekja forseta Bandaríkjanna heim eftir að hafa öskrað á hann “go home Bush” í nokkra daga.

Næsta dag, eftir góða hvíld og meltu, var haldið út á ítalskan smáréttastað og tekinn fullorðinn ítalskur brunch með expresso, nýkreystum appelsínusafa, risotto, beyglum, fínum skinkum og síðast vel sykruðum kleinuhring til að fullkomna annars brábæran brunch, hér er mælt með að fá sér hótelherbergi án morgunverðar og labba á næsta kaffíhús og taka á því þar. Oxfordstreet beið kaupþystra ferðfélaga minna með öllum sínum merkjabúðum og verslunarkeðjum og þann dag var gatan vel grisjuð af vörum á “fínum verðum”, erfiður dagur. En seinnipartinn fékk maður verðlaun, eins og hjá tannlækninum, því fyrir kvöldmat var farið í leikhús, www.londontown.com, og menningin þurrkuð upp af  fjölunum og haldið svo út á enn einn veitingastaðinn, en vegna óvissu með sýningartíma leikhúsanna var ekki búið að panta borð þetta kvöld en stefnan sett á Tamarind, heitasta indverska gourmet veitingastaðinn að mati lundúnarbúa, en að sjálfsögðu var allt upppantað.

En í borg eins og London þarf ekki að örvænta þegar menn eru svangir, indverskt var markmiðið og rétt við Piccadilly circus fundum við þennan fína stað, Chowki, sem bauð uppá gourmet seðla, bæði grænmetis- og kjöt og fisk seðla. Það varið farið í alla seðla, nóg af áhöldum, tómum diskum og bæði öl og þungt rauðvín með því það fannst okkur viðeigandi með allri þessari flóru sem borin var á borð fyrir okkur, sesam-kókos naanbrauð með koriander dressingu, tikka kjúkling, dökkbaunum í chilli, ljósbaunum, í saffransósu, lambalærissneið með laukcompot og fleira og fleira.

Desertar indverja hafa aldrei verið ofarlega á vinsældarlista, og má kannski rekja meðalþyngd þeirra eitthvað til þess, en það sannaðist þegar brauðbúðingurinn kom á borðið ákaflega óspennandi og nánast óétandi vegna sætu, pantið ekki desert á indverskum veitingahúsum nema að vel athuguðu máli. Eftir annars góðan mat, forrétti og aðalrétti, var haldið á næturlífið og nokkrir staðir skannaðir en endað á Planet Hollywood, einfaldlega vegna nálægðar sinnar við sængina og koddan á hótelherberginu því aðaldagurinn var eftir því það var búið að panta á gourmetstöðum bæði í hádeginu, www.zumarestaurant.com, og um kvöldið, www.shumi-london.com, sem verður krufið í seinni hluta.

Hallgrímur Sigurðarson

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið