Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Á Íslandi sárvantar kjötiðnaðarmenn

Birting:

þann

Guðríður Eldey Arnardóttir

Guðríður Eldey Arnardóttir

Nautalund, hamborgarhryggur, beikon, pylsur, bjúgu, skinka, salami og malakoff.

Þetta ljúfmeti verður ekki til af sjálfu sér en það er meðal annars í verkahring menntaðra kjötiðnaðarmanna á Íslandi að skera til kjöt og fullvinna til neytenda. Kjötiðnaður er ein undirstaða matvælaframleiðslu hvort sem vel eða illa árar. Á síðustu árum hefur orðið mikil framþróun í fagi kjötiðnaðarmanna og fagið sífellt fjölbreyttara. Það sést best af sælkeraverslunum og kjötvinnslum sem vinna úrvalsvöru okkur öllum til yndisauka.

En það vantar kjötiðnaðarmenn. Það er enda ekkert atvinnuleysi meðal kjötiðnaðarmanna. Námið tekur fjögur ár að loknu grunnskólaprófi, þar af 3 annir í skóla og 5 annir í launuðu starfsnámi. Og eins og með aðrar iðngreinar geta þeir sem hafa reynslu í matvælaiðnaði undirgengist raunfærnimat og mögulega stytt sér leið að námslokum.

Laun kjötiðnaðarmanna eru góð og þeirra bíða fjölbreytt atvinnutækifæri og eru möguleikar miklir á að skapa sér spennandi tækifæri með nýsköpun og hugmyndaauðgi. Almennt er nám í kjötiðn samningsbundið en nú ætlar Menntaskólinn í Kópavogi að bjóða einstaklingum að hefja nám í kjötiðn á hausti komandi án námssamnings. Þarna er tækifæri. Hafirðu unnið í matvælaiðnaði, matreiðslu, nú eða bara ef þú hefur áhuga á mat, ættir þú að skoða nám í kjötiðn í Menntaskólanum í Kópavogi. Þar er bjart yfir öllu, aðstaða til fyrirmyndar og kennarar frábærir. Komdu fagnandi og hafðu samband á [email protected] – við svörum þér að bragði.

Guðríður Eldey Arnardóttir
Skólameistari Menntaskólans í Kópavogi

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið