Vertu memm

Áhugavert

40 milljónir til íslenskrar keppnismatreiðslu

Birting:

þann

Klúbbur matreiðslumeistara og Íslenska Bocuse d´Or Akademían

(f.h.) Frú Eliza Reid, forsetafrú og verndari Kokkalandsliðsins, Andreas Jacobsen, gjaldkeri Klúbbs matreiðslumanna, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Friðgeir Ingi Eiríksson hjá Íslensku Bocuse d´Or Akademíunni og Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaformaður Klúbbs matreiðslumeistara

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Klúbbur matreiðslumeistara og Íslenska Bocuse d´Or Akademían, undirrituðu í dag samning um veglegt framlag atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til keppnismatreiðslu.

Samningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar og er samningsfjárhæð samtals 40 milljónir króna á tveggja ára tímabili.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:

„Íslenskir matreiðslumeistarar hafa verið óþreytandi í að kynna gæði íslensks hráefnis á erlendri grundu og hafa verið í fremstu röð í keppnismatreiðslu. Það er tímabært að styðja vel við bakið á þeim og með þessum samningi verður hægt að lyfta íslenskri keppnismatreiðslu og renna enn betri stoðum undir íslenska matarmenningu. Það er einnig mikilvægt að skapa fyrirmyndir og gera fagið eftirsóknarvert fyrir ungt fólk, stuðla að framþróun og nýsköpun. “

Með samningnum er Klúbbi matreiðslumeistara og Íslensku Bocuse d‘Or Akademíunni falið að vinna að því að kynna íslenskt hráefni á erlendri grund og styrkja ímynd Íslands sem mataráfangastaðar. Styrkhafar munu einnig vinna að því að efla vöruþróun, nýsköpun og fagþekkingu í matvælagreinum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Atvinnuvegu- og nýsköpunarráðuneytinu.

Klúbbur matreiðslumeistara og Íslenska Bocuse d´Or Akademían

(f.v.) Friðgeir Ingi Eiríksson hjá Íslensku Bocuse d´Or Akademíunni, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaformaður Klúbbs matreiðslumeistara, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Frú Eliza Reid, forsetafrú og verndari Kokkalandsliðsins og Andreas Jacobsen, gjaldkeri Klúbbs matreiðslumanna

Klúbbur matreiðslumanna og Bocuse d´Or Akademían taka þátt í alþjóðlegum matreiðslukeppnum fyrir hönd Íslands og mun styrkurinn standa straum af þeim kostnaði og er keppendum falið að vekja athygli á íslensku hráefni.

Friðgeir Ingi Eiríksson hjá Íslensku Bocuse d´Or Akademíunni:

„Þetta er stór áfangi fyrir íslenska keppnismatreiðslu og mun skapa betra starfsumhverfi fyrir hana, íslenska kokkalandsliðið og Íslensku Bocuse d´Or Akademíuna. Með samningnum er keppnismatreiðslu gefið aukið vægi sem mun skila sér í enn betri kynningu á íslenskum hráefnum og efla matarmenningu hérlendis.“

Myndir: Aðendar / Golli

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Áhugavert

Fólk gleymir oft að afbóka – „ahhh.. sorry ég gleymdi því“ | Könnun: Eiga veitingahús að vera með skrópgjald?

Birting:

þann

Borðapöntun - Veitingahús

Það er virðingarleysi að panta borð á veitingastað og mæta síðan ekki. Að gleyma að afbóka á þessu viðkvæmu stigi sem að veitingastaðir eru í eftir Covid-19 ástandið er enn verra.

Veitingageirinn hefur heyrt í fjölmörgum veitingamönnum og allir eru sammála því og þakklátir hvað íslendingar eru duglegir að panta borð og á mörgum veitingastöðum eru helgar fullbókaðar.

Það er þekkt í veitingabransanum að fólk gleymir að afbóka borð og þegar er haft samband við fólkið, þá er svarið oftast: „ahhh.. sorry ég gleymdi því“.

Það er spurning um að veitingahús taki upp skrópgjald, en það gæti verið jákvæð hvatning fyrir fólk til að mæta eða muna eftir því að afbóka?

Könnun

Eiga veitingahús að vera með skrópgjald?

Skoða niðurstöður

Loading ... Loading ...

Mynd: úr safni

Lesa meira

Áhugavert

Freisting.is 10 ára

Birting:

þann

Freisting.is hefur gengið í gegnum miklar breytingar í gegnum tíðina og í júlí 2013 var ákveðið að endurskíra vefsvæðið í veitingageirinn.is.

Í dag fagnar fréttavefurinn freisting.is 10 ára afmæli sínu.  Vefurinn freisting.is er í eigu Matreiðsluklúbbsins Freistingar sem stofnaður var 1994, en vefurinn var síðan skrásettur 17. ágúst árið 2000.

Upphaflega var Freisting.is hugsuð sem heimasíða til þess að miðla upplýsingum til meðlima matreiðsluklúbbsins Freisting á auðveldan hátt. Ekki voru allir á sama máli um ágæti þess, en fáir efast í dag.

Í dag er freisting.is sjálfstæð síða og er rekin sem fréttasíða um mat og vín sem hefur það að markmiði að birta nýjustu fréttirnar úr veitingageiranum.

Auk þess má svo finna ýmsa fróðleiksmola um mat & vín, upplýsingar um helstu fagkeppnir innan geirans og heimasíður félaga eins og Klúbbs Matreiðslumeistara og Vínþjónasamtaka Íslands.

Við kunnum öllum þeim sem hafa fylgt okkur í gegnum árin bestu þakkir fyrir.

Lesa meira

Áhugavert

Mús fannst syndandi í súrsætri sósu (Myndbönd)

Birting:

þann

Rotta

Í London hefur Kínverskur veitingastaður verið sektaður um 30.000 pund eftir að heilbrigðiseftirlitið sá mús synda í súrsætri sósu, sem var í um það bil að fara bera fram til viðskiptavina.

Músadrit fundust um allt eldhús í Kam Tong sem staðsett er í Queensway, Bayswater sem er í eigu Ronald Lim.  Í tveimur öðrum veitingastöðum í eigu Ronald fundust kakkalakkar út um allt, í kælinum, matvörum, gámum við hlið eldhús veitingastaðanna svo fátt eitt sé nefnt.

Allir þrír veitingastaðirnir voru lokaðir árið 2008 vegna svipuðu óþrifnaði en opnaðir aftur og hafa staðirnir verið undir stöðugu eftirliti heilbrigðisyfirvalda í London.

Í dómi sem kveðinn var upp nú á dögunum fékk Ronald átta mánaða skilorð og sekt að upphæð 30 þúsund evrur, að því er fram kemur á vef London Evening Standard hér.

Á vafri fréttamanns á myndbandavefnum Youtube má sjá nokkur myndbönd af veitingastöðum með mús og rottu vandamál.

Rottur á matseðli

Í Víetnam er þetta einfalt, en þar eru rottur á matseðlinum:

Mynd: úr safni

Lesa meira
  • Jim Beam Black í kakó 17.06.2020
    Jim Beam Black og Kakó 30 ml Jim Beam BlackFyllt með kakóToppað með rjóma Tækni: Blandað beint Glas: ÚtilegubolliSkreyting: Súkkulaði spænir Aðferð:  Jim Beam Black og kakó er hellt beint í bolla eða glas og hrært saman. Rjóminn settur ofaná og súkkulaði spænir stráð yfir. Frábær drykkur í útileguna! Ert þú að fylgja Viceman Instagram og Facebook?Fróðleikur, uppskriftir og […]
  • Hvað er Bourbon? 14.06.2020
    Árlega er Bourbon dagurinn haldin hátíðlegur þann 14 júní. Í fyrstu voru það aðeins Bandaríkjamenn sem héldu hann hátíðlegan enn á síðustu árum hafa unnendur Bourbon tekið þátt í að halda daginn hátíðlegan enda er Bourbon á mikilli vinsældar siglingu. Hvað er bourbon? Bourbon er tegund af Amerísku viskí og er talið að viskíið dragi […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag