Vertu memm

Freisting

240 kg lúða veiddist við Noreg

Birting:

þann

Risavaxin lúða kom í net sjómannsins Leif Gunnar Bjarke í vikunni sem leið en hún vóg 240 kg, að því er segir í frétt á vef norska tímaritsins Fiskeribladet í dag. Íslendingar eiga þó enn heimsmetið en stærsta lúða sem vitað er af veiddist við strendur Íslands.

Að sögn sjávarlíffræðings við háskólann í Bodo, Men Stig Skreslett, vóg íslenska lúðan 266 kg. Telur hann að lúðan sem Bjarke veiddi sé í það minnsta fimmtíu ára gömul. Sjómaðurinn segist ekki vita hversu mikið hann fái greitt fyrir lúðuna og að líklega hefði það borgað sig betur að veiða 240 kg af smærri lúðu.

Myndin er ekki skyld fréttinni, en engu að síður er hægt að gera viðmiðun við 240 kg lúðu Leifs Gunnars, því að stærri lúðan á myndinni er 200 kg.

 

Greint frá á mbl.is

smar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið