Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

22,7 milljón lítrar seldir af áfengi á árinu 2019

Birting:

þann

Vín - Vínflaska - Hvítvín

Sala áfengis árið 2019 var tæplega 22,7 milljón lítrar sem er 3,1% meiri sala í lítrum talið en árið 2018.

Viðskiptavinum fjölgaði einnig um 2,4% voru á árinu 2019, en alls komu 5,1 milljónir viðskiptavina í búðirnar, samanborið við tæplega 5 milljónir árið 2018. Um það bil 46 þúsund manns lögðu leið sína í Vínbúðirnar á Þorláksmessu í ár, sem er met í fjölda viðskiptavina, en áður hafa mest 44 þúsund manns verslað í Vínbúðunum á einum degi.

30. desember var einnig annasamur líkt og Þorláksmessa og komu tæplega 43 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar þann daginn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Vínbúðinni.

Meðfylgjandi er sundurliðun helstu flokka.

Sala áfengis 2019

Freyðivín og Kampavín eru almennt söluhár flokkur fyrir áramót en. frá 26. des. – 31. des. seldust 21.693 lítrar sem er aukning um 2,75% frá fyrra ári. Ef desember er skoðaður í heild þá var salan 44.462 lítrar sem er aukning um 10,6% frá árinu 2018.

Sala áfengis 2019

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Vín, drykkir og keppni

Einstök leggur lóð sín á vogaskálar uppgangs áfengislausra bjóra

Birting:

þann

Einstök - Big Drop

Einstök er eitt fjögurra brugghúsa sem valin hafa verið af Big Drop, leiðandi framleiðanda áfengislausra bjóra í Bretlandi, til þátttöku í samstarfsverkefni um bruggun á norrænum bjórum undir 0,5% áfengisstyrkleika.

Verkefnið (sjá nánari upplýsingar um samstarfið hér) er annað í röð slíkra alþjóðlegra samstarfsverkefna á vegum Big Drop sem notið hefur leiðsagnar Melissa Cole sem er þekktur sérfræðingur um bjór. Verkefnunum er ætlað að sýna fram á hve langt þróun áfengislágra bjóra er komin og möguleikana sem þeir bjóða upp á.

Framlag Einstök er kókoshnetu stout sem er fyrsti 0,5% bjórinn frá fyrirtækinu. Auk hans kynnir Big Drop nú Ylliberja IPA frá Svíþjóð, einiberja rúgs IPA frá Finnlandi og „fFerskju Melba Pastry Sour“ frá Noregi.

 • Big Drop & Einstök „Arctic Beach“ kókóshnetu Stout
  Útlit og áferð: Svartur eins og nóttin.
  Þétt, flauelskennd bragðupplifun. Blanda rjómakennds dökks súkkulaðis og ferskleika léttristaðra kókosflagna. Ristaðir malt- og hóflegir kókostónarnir færa bragðlaukana á strandarparadís meðan þú kúrir í sófanum.
 • Big Drop & Hop Notch (Svíþjóð): „Fläderlätt“ Ylliberja IPA
  Útlit og áferð: Föl gyllt.
  Ferskleiki í dós. Býður upp á mjög gott jafnvægi milli lyktar og bragðupplifunar. Notkun nýju bresku humlategundarinnar „Mozart“ býður upp á einstaka samsetningu af bitru greipaldini, tærum sítrusnótum og ylliberjum (e. elderflower).
 • Big Drop & Fat Lizard (Finnland): „Rye‘s Said Fred“ Einiberja og rúgs IPA
  Útlit og áferð: Gyllt.
  Skemmtilega flókin blanda bragða, kryddtónar frá rúgnum mest áberandi. Ljúfir en látlausir grasakenndir hnetutónar dansa við ákveðnari blómakenndari einiberjanótur. Ríkt og ristað bragð fylgt eftir með ferskri blómakenndri bragðupplifun sem endar á ögn bitrari tónum.
 • Big Drop & Amundsen (Noregur): „Rush Rider “Ferskju Melba Pastry Sour“
  Útlit og áferð: Bleikt kampavín.
  Fágaður vöndur af djúpu og líflegu hindberjanammi með örlítið súrum undirtóni. Viðkvæmir lyktartónar leitast við að færa frískandi og skarpt bit áður en fersk en ákveðin vanillan springur út með ferskum berjum og ferskjuböku. Sakbitin sæla í dós.

„Það er okkur hjá Einstök sannarlega mikill heiður að vera valin til samstarfs í þessu merkilega verkefni Big Drop og hinna norrænu brugghúsanna.

Arctic Beach kókoshnetu tout, sem vísar til svörtu sandstrandanna okkar, er fyrsti bjórinn okkar sem skilgreina má sem áfengislausan en klárlega ekki sá síðasti“

segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Einstök Ölgerð.

Rob Fink, stofnandi og forstjóri Big Drop bætti við:

„Þetta eru allt heimsklassa brugghús sem við höfum skemmt okkur vel við að töfra fram bragðmikla bjóra með og brugga þá með náttúrulegum hætti án þess að nota einhver óþarfa gerviefni til að fjarlægja áfengið. Niðurstaðan er einfaldlega frábærlega bragðgóðir áfengislausir bjórar – það er frábærir bjórar sem svo vill til að eru án áfengis.

Okkar starf snýst allt um nýsköpun og við vonumst til að þessar nýjungar, sem aðeins verða í boði í skamman tíma, færi fólki sem elskar góðan bjór nýjar og spennandi upplifanir.“

Arctic Beach bjórinn er á leið til landsins og verður fáanlegur á næstu vikum í verslunum Hagkaups og jafnvel víðar. Fylgist með á Facebook síðu Einstök Ölgerð .

Einstök - Big Drop

Um Einstök Ölgerð:

Einstök Ölgerð hefur starfað frá árinu 2011 og bruggar nú 8 tegundir bjóra á Akureyri. White Ale, Arctic Pale Ale, Toasted Porter og Wee Heavy eru í boði allan ársins hring, en Arctic Berry Ale, Lime & Juniper Pils, Doppelbock og Winter Ale eru árstíðabjórar fyrirtækisins.

Einstök fæst nú í 25 löndum utan Íslands og hafa vörur fyrirtækisins unnið til margskonar verðlauna á erlendum vettvangi, bæði fyrir innihald og umbúðir. Á einstokbeer.com má finna nánari upplýsingar um vörurnar sem og gagnvirk kort sem sýnir helstu sölustaði í hverju landi (Ale locator).

Um Big Drop Brewing Co:

Rob Fink, lögmaður í London og æskuvinur hans James Kindred stofnuðu Big Drop árið 2016, og var það fyrsta brugghúsið í heiminum sem eingöngu bruggaði áfengislausa bjóra. Báðir voru þeir nýbakaðir feður og vildu því minnka áfengisneysluna, en fundu enga góða valkosti sem komið gátu í stað uppáhalds handverksbjóranna þeirra. Big Drop hefur síðan unnið yfir 60 alþjóðleg bjórverðlaun, meðal annars verið fjórum sinnum valið „best í heimi“ á World Beer Awards ásamt því að bera sigurorð af áfengum bjórum í fjölmörgum blindsmökkunum.

Big Drop bruggar víða um veröld hjá samstarfsbrugghúsum (e. Contract breweries) sem gerir fyrirtækinu kleift að brugga ferskan bjór á hverjum stað með samfélagslega ábyrgum hætti. Big Drop er leiðandi á hratt vaxandi markaði áfengislausra bjóra. Vörur fyrirtækisins má finna á yfir 10.000 sölustöðum í Evrópu, Ástralíu, Asíu, Kanada og Bandaríkjunum.

Í Bretlandi eru vörur Big Drop seldar í helstu öldurhúsakeðjum landsins (t.d. Mitchells & Butlers), veitingastaðakeðjum (t.d. Nando‘s) og smásölukeðjum (t.d. Sainsbury‘s, Waitrose, Morrisons og Ocado) sem og í sérvöruverslunum eins og Holland & Barrett og í heimsendingum. Vörulínan, sem öll er undir 0,5% áfengisprósentu, samanstendur af: Stout, Lager, Pale Ale, IPA, Brown Ale, Golden Ale, Hazelnut Porter og Sour bjórum sem og sérútgáfum og sambruggum eins og þeim sem að framan er lýst. Nánari upplýsingar, m.a. um einstaka bjóra og hvar þeir fást, má finna á vefslóðinni www.bigdropbrew.com.

Myndir: aðsendar

Lesa meira

Vín, drykkir og keppni

Viskítunnur – Hvernig eru þær gerðar?

Birting:

þann

Adirondack Barrel Cooperage

Eigendurnir og hjónin Kelly og Joe Blazosky

Fyrirtækið Adirondack Barrel Cooperage notar sérstakar aðferðir til að smíða viskítunnur úr amerískri eik og er eitt af þeim fáum fyrirtækjum sem notar eld til að beygja tunnurnar sem hefur gert þær vinsælar.

Sjón er sögu ríkari:

Fyrir áhugafólk um viskí, þá mælum við með þessum pistli hér:

Af viskíleiðangri til Skotlands

Adirondack Barrel Cooperage er staðsett við Williams veg í New York, sjá á google kortinu hér að neðan:

Mynd: adirondackbarrelcooperage.com

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Ný stjórn Vínþjónasamtaka Íslands – Alba: „I speak for my association when I say we believe that we can make an impact, one guest at a time.”

Birting:

þann

Alba E. H. Hough

Þann 9. desember síðastliðinn tók Alba E. H. Hough við sem forseti Vínþjónasamtakanna en hún hefur undanfarin ár gegnt stöðu varaforseta samtakanna og ætti að vera flestum kunn. Með henni í brúnni er áfram Þorleifur “Tolli” Sigurbjörnsson og nú nýr varaforseti, Peter Hansen.

Vínþjónasamtökin þakka fráfarandi forseta, Brandi Sigfússyni, fyrir óeigingjarnt starf sitt í þágu samtakanna á undanförum árum, með fullvissu um að framundan sé þó ekkert lát á tækifærum til áframhaldandi samstarfs.

Með nýrri stjórn og hækkandi sól, er stefnan tekin í átt að því að efla samtökin ennfrekar og leggja áherslu á aukna fræðslu og fjölgun áhugasamra um vínfræði. Tilkynning um næstu skref í starfi Vínþjónasamtakanna verður send út um leið og ástandinu léttir og línur skýrast.

“As sommeliers I believe we have a responsibility to guide our guests towards a deeper understanding of beverages within all categories and assist in broadening palates.

Equally important, especially in an age where climate change is having a tangible effect on our world, is that we all share the responsibility to defend the very agricultural product that built our careers.

I speak for my association when I say we believe that we can make an impact, one guest at a time.”

segir Alba í samtali við Alþjóðlegu Vínþjónasamtökin, ASI.

Mynd: aðsend

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag