Vertu memm

Kristinn Frímann Jakobsson

Veitingastaðir á Akureyri og nágrenni bjóða upp á sérstakan Local Food matseðil – Skoðaðu þá hér

Birting:

þann

Akureyri

Fjöldi fyrirtækja í matvælageiranum taka þátt í Local Food Festival á fjölbreyttan hátt. Ákveðnir veitingastaðir bjóða upp á sérstakan Local Food matseðil dagana 15. – 20. október á meðan hátíðinni stendur. Hægt verður að fræðast um íslenska matarmenningu s.s. sláturgerð og bjórframleiðslu. Einnig verður hægt að taka þátt í hlaðborðum þar sem villibráð, fiskur eða hrossakjöt er í aðalhlutverki.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir það sem er í boði.

Eftirfarandi veitingarstaðir bjóða upp á Local Food Menu dagana 15-18 okt.

Strikið Akureyri
Smakk frá eldhúsinu
Steiktur humar & brenndur lax með blómkáli, gúrku og kryddjurtum
Steikt kálfabris og hægeldað uxabrjóst með jarðsveppum, seller rót og noisette – smjöri
Folalda lund & reykt tunga á kartöflu pressu, með portabelló sveppum, rauðrófum, krispy grænkáli og kálfa gljáa
Lakkrís og hindber
Súkkulaði mús og hvítt súkkulaði með mjólkur karmellu, pralín brownie og kirsuberja ís
Bókanir: [email protected]

Rub 23 Akureyri
Sushi Rub23
Kolagrillaðir humarhalar og lax, hvítlaukur, chilli-saffran aioli, brioche brauð
Folaldalundir, kremaðir villisveppir, sultaður rauðlaukur, xante sósa
Ást og Súkkulaði, makkarónukökur, kirsuber, hindberja sorbet
Bókanir: [email protected]

Múlaberg Akureyri
Hreindýra carpaccio með foie gras og rauðrófum
Hægeldaður lax og steiktur humar með svörtu hvítlauksmauki og humarfroðu
Folaldalund með trufflu kartöflu mauki, steiktu blómkáli, íslenskum villisveppum og timjan sósu
Súkkulaði mousse og kirsuber
Bókanir: [email protected]

T-Bone Steikhús Akureyri
Hrefnu tataki með klettasalati, ertum, vorlauk og límónu
Humarsúpa með tómat- gúrkusalsa ásamt hvítlauksgrilluðum humarhölum
Laxatartar með límónu, engifer, kóriander og eldpipar
Grilluð nautalund, bökuð kartafla, kolagrillað grænmeti og rauðvínssósa
Súkkulaði kaka úr 36% Valrhona karmellusúkkulaði, gljáð kirsuber og ís
Bókanir: 469 4020

Local Food Menu kostar á öllum stöðum það sama
8.900 kr.
16.900 kr. með víni.

[divider]

14.-15. október
Þula Cafe Bistró í Menningarhúsinu Bergi Dalvík
Sjávarréttahlaðborð
Miðvikudagskvöldið 14. október og fimmtudagskvöldið 15. október kl. 19.30
Verð 6200 krónur – Borðapantanir í síma 8979748 eða [email protected]

16. október klukkan 19:00
Undir Byrðunni á Hólum
Matur og bjór þar sem veitingarstaðurinn Undir Byrðunni tekur höndum saman við Bjórsetur Íslands á Hólum í matar-og drykkjarupplifun.
Bókanir: [email protected]

16. október
Lamb Inn – Eyjafjarðarsveit
Námskeið í sláturgerð og sláturveisla.
Námskeið og veisla kr. 5500.-
Veisla kr. 3900.-
Bókanir: Sími 463-1500, eða [email protected].

17. október
Hótel Varmahlíð Skagafirði
Hið margrómaða Hrossablót. Hinrik Carl Ellertsson sér um matseldina. Veislustjóri verður Þorvaldur Kristjánsson og fleiri góð skemmtiatriði.
Bókanir: [email protected]

17. október
Sel Hótel Mývatnssveit
Villibráðahlaðborðin á Sel Hóteli eru orðin löngu þekkt og skartar kræsingum úr sveitinni.
Bókanir: [email protected]

17. október
Lamb Inn – Eyjafjarðarsveit
Kótilettukvöld með norðlensku búðingahlaðborði í eftirrétt.
Kr. 4200.-
Bókanir: Sími 463-1500, eða á netfanginu [email protected].

19. október
Berg – Dalvík
Málþing um matarferðaþjónustu.
Skráning og allar upplýsingar eru hér.

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu hátíðarinnar á vefslóðinni localfood.is.

 

Mynd: úr safni

/Kristinn

Kristinn Jakobsson lærði fræðin sín á Bautanum og útskrifaðist árið 2005 og 2008 sem matreiðslumeistari. Kristinn hefur starfað á Bautanum, Strikinu, Gamla Bauk á Húsavík, Lostæti svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að hafa samband við Kristinn á netfangið: [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið